Davíð Örn Halldórsson (f. 1976) býr og starfar í Stuttgart, Þýskalandi. Davíð hefur mestmegnis unnið við málverk síðan hann útskrifaðist af myndlistardeild Listaháskóla Íslands árið 2002. Hann hefur unnið með óhefðbundnar málunaraðferðir; málað og spreyjað með mismunandi málningu á fundna hluti, viðarplötur, póstkort, húsgögn. Fyrri verk Davíðs Arnar hafa oft samanstaðið af máluðum innsetningum.

Verk Davíðs Arnar byggjast yfirleitt á tilviljunum úr hversdagslífinu. Þau eru persónuleg úrvinnsla úr umhverfi hans sem hann varpar fram í myndmáli sem vísar með beinum og óbeinum hætti í listasöguna. Bakgrunnur Davíðs Arnar í grafík er einnig sjáanlegur í verkum hans sem efnislegur grunnur sem hann byggir list sína á. Davíð Örn hefur haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í samsýningum hér á Íslandi og víða erlendis. Hann árið 2014 hlaut hann hin virta Carnegie Art Award styrk í flokki ungra listamanna.

////

Davíð Örn Halldórsson (b. 1976) lives and works in Stuttgart, Germany. Halldórsson mainly works with painting as he has done since graduating from the Visual Arts department of The Icelandic Academy of the Arts in 2002. In this time, Halldórsson has explored unconventional methods of painting; painting and spraying with different paints on found objects. His earlier works are often composed of painted installations, painting on found furniture, floors, ceilings and walls.

Halldórsson’s works are often based on events of the daily life; a personal processing of his surroundings, carried out in a visual language, with direct and indirect references to Art History. His background in printing is as well evident in his works; it is the material ground on which the artist builds his practice on.

Halldórsson has held several solo exhibitions and participated in group exhibitions in Iceland and internationally. In the year 2014 he received the prestigious Carnegie Art Award grant to a younger artist.