Edda Jónsdóttir (f. 1942) býr og starfar í Reykjavík. Edda stundaði nám í Myndlistarskóla Reykjavíkur, Myndlistar og handíðarskóla Íslands og Rijksakademie van Beeldende Kunsten Amsterdam. Edda starfaði við myndlist frá árunum 1975 -1995, stofnaði i8 gallerí og vann sem framkvæmdastjóri þess frá árunum 1995-2007 en sneri sér aftur á þeim tíma að myndlist. Síðustu sýningar hennar voru í Ásmundarsal 2021 og á Mokka kaffi sama ár. Það er Hverfisgalleríi sérstakur heiður að skipuleggja einkasýningu Eddu Jónsdóttur þar sem hún fóstraði stofnun gallerísins fyrir tæpum tíu árum. Samhliða sýningunni Teikningar er efnt til útgáfu bókverks sem gerð var möguleg fyrir tilstuðlan úthlutunar úr Myndlistarsjóði.
Edda Jónsdóttir (b. 1942) was born in Reykjavík were she studied at the Reykjavík School of Visual Arts, The Icelandic College of Arts and Crafts and later at Rijksakademie van Beelende Kunsted Amsterdam. She worked as an artist from 1975-1995, then founded i8 Gallery and directed the gallery in the years 1995-2007 when she returned to making art. Her lates exhibitions were in Ásmundarsalur and Café Mokka in Reykjavik in 2021. It Is a special honour for Hverfisgallerí to organise Jónsdóttir’s exhibition as It was her vision that laid the foundations to the gallery a decade ago.