Georg Guðni (1961 – 2011) var fumkvöðull meðal ungra listamanna á níunda áratug síðust aldar með áherslu sinni á landslagsmálverk. Í stað þess að gera tilvist mannsins að umfjöllunarefni í verkum sínum eins og algengt var á þeim tíma, þá málaði hann náttúruna. Með þessari nálgun sinni gæddi hann landslagsmálverkið nýjum krafti hér á landi og tók þátt í að endurvekja áhuga á málverkinu sem miðli listamanna.

Landslagsmálverk Georgs Guðna eru oft á tíðum byggð upp á geómetrískan hátt, en á sama tíma eru þau ákaflega persónuleg. Málverk Georgs Guðna eiga sér líka sterka samfélagslega tengingu. Náttúran, eins og Georg Guðni sýnir hana, er oft á tíðum einfölduð og hlutgerð upp að vissu marki, en ekki skálduð. Verkin gefa frá sér sterkt og ákveðið andrúmsloft og þekkjast á sínum fágaða einfaldleika.

Verk Georgs Guðna hafa verið sýnd víða bæði á einkasýningum og samsýningum, á Norðurlöndunum og Evrópu, en einnig í Bandaríkjunum, Suður-Ameríku og Kína. Verk Georgs Guðna er að finna á öllum helstu söfnum Íslands og fjölda safna erlendis sem og í einkasöfnum.

Georg Guðni fæddist í Reykjavík árið 1961. Hann stundaði nám við Myndlista – og handíðaskóla Íslands og lauk framhaldsnámi við Jan van Eyck Akademie árið 1987. Hann lést árið 2011 einungis 50 ára að aldri.

////

Georg Guðni (1961 – 2011) played a prominent role in the local art scene in the eighties as one of the first contemporary Icelandic landscape painters. Instead of making the human existence the subject of his work as was the trend at that time, he painted pure nature. With this attitude he brought new impulses to the genre of landscape painting and to the medium of painting itself.

His landscape paintings follow a geometrical construction, while at the same time, they remain open to personal experiences. Due to their reflective and contemplative effect, they act as a mirror of the recipient’s mental landscape.

Georg Guðni’s paintings always have a connection to a social context. Nature, as he shows it, is simplified and to a certain level also objectified, but his works do not show illusion. Rather, they have a strong atmospheric effect and are recognizable by their formal, polished simplicity.

His works have been exhibited widely, in solo shows as well as in group exhibitions, in the Nordic countries and Western Europe, and also in the United States, South America and China.

Georg Guðni was born in Reykjavik in 1961. He studied at the Icelandic College of Art and Crafts and graduated from Jan van Eyck Akademie in Holland 1987. He passed away in 2011 only 50 years old.