Guðjón Ketilsson (f. 1956) býr og starfar í Reykjavík. Hann stundaði myndlistarnám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1974-1978 og lauk framhaldsnámi frá Nova Scotia College of Art and Design í Kanada árið 1980.

Guðjón vinnur að mestu að gerð teikninga og skúlptúra. Í verkum hans er mannslíkaminn í forgrunni, nærvera hans eða fjarvera. Hann hefur og unnið mikið með hversdagsleg tengsl okkar við líkamann, allt frá fötunum sem við klæðumst, hárgreiðslum og skófatnaði, sem breytist og aðlagast stærð, lögun, hitastigi og hreyfingum líkamans. Guðjón hefur einnig unnið talsvert með framlengingu á líkamanum, svo sem verkfæri og sögu verkfæra sem heimild um ástand mannsins.

Guðjón hefur haldið yfir þrjátíu einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga á Íslandi og í Evrópu, Bandaríkjunum, Kína og Ástralíu. Verk Guðjóns eru í eigu allra helstu listasafna á Íslandi, svo og nokkurra erlendis. Auk þess að vera boðið að vinna að list sinni á ýmsum alþjóðlegum vinnustofum, hefur hann verið valinn til þátttöku í samkeppnum um gerð listaverka í opinberu rými og má sjá verk hans í opinberu rými í Reykjavík og á Seyðisfirði.

Guðjón hefur hlotið ýmis verðlaun og viðurkenningar fyrir list sína, s.s. Menningarverðlaun DV árið 2000 og verðlaun Listasafns Einars Jónssonar árið 1998.

////

Gudjon Ketilsson (b. 1956) lives and works in Reykjavik. He studied art at the Icelandic college of Art and Crafts 1974-1978 and graduated from Nova Scotia College of Art and Design in Canada in 1980.

Ketilsson works mainly with drawing and sculpture. His study of the human condition is through its primary vehicle, the body. Through its absence, time, memory and history can be explored. Ketilsson is inspired by the body as portrayed in Renaissance painting, as well as in details of our everyday connection to our own bodies, from our clothing and hairdo´s, to shoes that change and adjust to the size, temperature and movement of the body.

Ketilsson has held over thirty solo shows and participated in many group shows, in Iceland and in Europe, USA, China and Australia. His works belong to collections of all main art museums in Iceland, as well as in art museums abroad. Not only has Ketilsson been invited to participate in international workshops but he has also been included in competitions for art in public space, some of which can be seen in public space in Reykjavik and Seydisfjordur, Iceland.

Ketilsson has received several awards for his art, such as the Cultural Prize of DV newspaper in 2000 and the Museum of Einar Jonsson Prize in 1998, both in Iceland.