Guðmundur Thoroddsen er fæddur 1980 og lauk BA námi í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2003 og útskrifaðist með með MFA gráðu í myndlist frá School of Visual Arts í New York  árið 2011. Hann hefur tekið þátt í fjölda sýninga bæði hér á landi sem og erlendis. Ber helst að nefna einkasýningarnar Father’s Fathers árið 2012, Hobby and Work árið 2013 og Dismantled Spirits árið 2016 í Asya Geisberg Gallery í New York og samsýninguna Ljóslitlífun í Listasafni Reykjavíkur 2010. Fjallað hefur verið um sýningar hans í ýmsum fjölmiðlum s.s. Artforum, The New York Times, Time Out New York og Dazed Digital. Hann hefur hlotið styrki úr styrktarsjóðum Guðmundu Andrésdóttur, Myndstefs, KÍM og Evrópu unga fólksins, auk Listamannalauna. Guðmundur er einnig á mála hjá Asya Geisberg Gallery í New York.

Á undanförnum árum hefur Guðmundur verið að skoða karlmennsku og stöðu feðraveldisins, þar sem hann gagnrýnir og hæðist að því á sama tíma og hann upphefur það. Húmorísk og sjálfrýnin verkin eru unnin í fjölbreytta en hefðbundna miðla, s.s. leir, vatnslit, teikningu og málverk. Myndefnið eru gjarnan skeggjaðir karlar sem uppteknir eru við ýmsa iðju á borð við körfuknattleik, bjórbruggun og skotveiðar. Auk þessa má sjá marga þeirra kasta vatni eða leysa vind vítt og breitt um myndflötinn.

//

Gudmundur Thoroddsen (b. 1980) graduated with BA-degree from Iceland Academy of the Arts in 2003 and an MFA-degree from School of Visual Arts in New York in 2011.

Gudmundur has taken part in many group and solo exhibitions in Iceland, New York and Europe. Solo’s include Father´s Fathers in 2012, Hobby and Work in 2013 and Dismantled Spirits in 2016 at Asya Geisberg Gallery and Colorsynthesis in Reykjavik Art Museum. His work has been reviewed in publications such as Artforum, The New York Times, Time Out New York, Twin Magazine and Dazed Digital. He is the recipient of numerous grants and he was nominated for the Icelandic Art Prize 2019 for the solo exhibition SNIP SNAP SNUBBUR in Hafnarborg. Gudmundur is also represented by Asya Geisberg Gallery in New York.

Gudmundur’s work glorifies, makes fun of and criticizes men and patriarchy. The humorous work is done in diverse but traditional mediums such as clay, watercolor, drawing and painting. The imagery consist mainly of bearded men occupied in shenanigans such as playing basketball, brewing beer and hunting. In addition to that many are seen urinate and farting across the picture plane.