Hrafnhildur Arnardóttir (Shoplifter) er fædd árið 1969. Hún stundaði nám við Myndlista- og handíðaskólann og lauk framhaldsnámi frá School of Visual Arts í New York. Hrafnhildur býr og starfar í New York.

Verk Hrafnhildar eru skúlptúrar, teikningar og innsetningar úr ýmsum efniviði og fundnum hlutum. Þemu þeirra hverfast um hégóma, sjálfsmynd, tísku, fegurð og flökkusagnir og takast gjarnan á við fyrirbæri sem jaðra við þráhyggju eða blæti. Heildarverk hennar staðsetur sig á gráa svæðinu milli sjónlista, sviðslista og hönnunar. Hrafnhildur hefur um árabil kannað notkun og tákngildi mannshársins, sjónræna og listræna möguleika þess. Í verkum sínum fjallar hún um sögu þráhyggju okkar um hár og hvernig hár kemur sífellt við sögu sem birtingarmynd sköpunar í samtímamenningu. Skúlptúrar hennar úr gervihári og ekta hári, staðbundnar innsetningar og veggmyndir, geta verið dekoratívir, hryllilegir eða alfarið óhlutbundnir.

Verk Hrafnhildar hafa hlotið margháttaðar viðurkenningar, þar á meðal Nordic Textile Award árið 2011 og orðu Eugen prins fyrir listræn afrek frá sænsku krúnunni sama ár. Árið 2008 fól MoMa Hrafnhildi ásamt samstarfslistamönnum það verkefni að búa til stóra gluggainnsetningu í Nýlistasafninu í New York. Hún var einnig fulltrúi Íslands ásamt Hrafnkeli Sigurðssyni á Liverpool tvíæringnum í Bretlandi árið 2010.

////

Hrafnhildur Arnardóttir aka Shoplifter is an Icelandic artist living in New York. She attended the Icelandic College of Art and Crafts from 1989 until 1993, and in 1996, she earned her MFA from the School of Visual Arts in New York. Hrafnhildur’s oeuvre has merited several honors including the 2011 Nordic Textile Award and the 2011 Prince Eugen Medal for Artistic Achievement from the King and Royal Crown of Sweden. In 2008, Hrafnhildur Arnadóttir and a.v.a.f. were commissioned by MoMA to create a large window installation in New York. She also represented Iceland, alongside Hrafnkell Sigurðsson, at the Liverpool Biennial in the UK in September, 2010.

Arnadóttir makes sculptures, drawings and installations with various materials and found objects. Her works take on themes relating to vanity, self-image, fashion, beauty and popular myths, and often tackle notions that border on obsession or fetishism. Her body of work as a whole exists in the gray area between visual art, performance, and design and has been exhibited in numerous countries and featured in various publications.

Shoplifter has worked for several years exploring the use and symbolic nature of hair, and its visual and artistic potential. In her work, she addresses the history of our obsession with hair and how it is an ongoing manifestation of creativity in contemporary culture. Her synthetic and natural hair sculptures, site-specific instillations and wall murals can be decorative, horrific, or strictly abstract.