Jón Laxdal Halldórsson 
er fæddur á Akureyri 1950. 
Að loknu stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri stundaði hann heimspekinám við Háskóla Íslands á árunum 1971–1975. Hann hefur búið og starfað við Eyjafjörð síðan hann lauk námi. Jafnframt sinni eigin listsköpun og ritstörfum hefur hann tekið virkan þátt í menningarlífi Akureyar, meðal annars sem einn af stofnendum Rauða hússins árið 1981. Hann var bæjarlistamaður Akureyrar 1993.