Kristinn E. Hrafnsson er fæddur árið 1960 á Ólafsfirði. Hann stundaði nám í Myndlistarskólanum á Akureyri og Myndlista- og handíðaskóla Íslands og lauk framhaldsnámi í Akademie der Bildenden Künste í München í Þýskalandi árið 1990. Kristinn býr og starfar í Reykjavík.

Í verkum Kristins má greina heimspekilegan þráð og vangaveltur um rúm og tíma, hreyfingu, afstæði og tungumál. List hans fjallar um manninn og skilning hans á umhverfi sínu og hvernig náttúran mótar sýn hans og samskipti. Samband listaverksins við vettvanginn er mikilvægur þáttur í verkum hans, en á ferli sínum hefur Kristinn gert fjölda umhverfisverka, ýmist einn eða í samvinnu með arkitektum. Verk Kristins hafa verið sýnd á Íslandi og víða um Evrópu og eru verk hans að finna í öllum helstu listasöfnum á Íslandi sem og í opinberum söfnum og einkasöfnum.

////

Kristinn E. Hrafnsson was born in 1960 in Ólafsfjörður, Iceland. He studied at the Icelandic College of Arts and Crafts and graduate finished his graduate studies at Akademie der Bildenden Kunste in Munich, Germany in 1990. Kristinn lives and works in Reykjavik.

In Kristinn´s works one can detect a philosophical thread and a pondering of time, space, movement, relativity and language. His art deals with people, and man´s understanding of his surroundings and how nature influences his outlook and relationships. The relationship between the artwork and its surroundings has always been an important aspect of his work, but throughout his career Kristinn has created numerous site specific works, outdoors and indoors, both in collaboration with architects and as solo projects. Kristinn´s works have been exhibited widely in Iceland and Europe, and his works belong to all of Iceland´s major museums, both private and public.