Krot & Krass eru tvíeykið Björn Loki (f. 1991) og Elsa Jónsdóttir (f. 1990). Í verkum sínum leggja þau áherslu á formfræði tungumálsins, letur, orð og tilvísanir, rannsaka lestur í sínum víðasta skilningi og skoða möguleikana á því að miðla hugmyndum og reynslu í gegnum flókin kerfi stafa.
Höfðaletur hefur verið þeirra helsta hugðarefni undanfarin misseri en letrið kom fyrst fram í íslenskum útskurði á 16. öld. Höfðaletur getur verið torlæsilegt og hefur allt frá uppruna sínum verið sveipað dulúð. Krot & Krass leggja áherslu á umbreytingu umhverfisins og hafa unnið fjölmörg verk í almannarýminu undanfarinn áratug. Síðastliðin ár hafa þau fært hugmyndir sínar í skúlptúra og lágmyndir.
Tvíeykið rekur 1200 m² vinnustofu í Gufunesinu sem ber nafnið FÚSK. Þau eru meðeigendur í Skiltamálun Reykjavíkur sem sérhæfir sig í uppsetningu á stærðarinnar veggverkum fyrir listamenn.
Krot & Krass hafa stundað kennslu við Listaháskóla Íslands, Lýðskóla Flateyrar og Fjölbraut í Breiðholti og staðið að lista- og tónlistarhátíðum á borð við Buxur, Happy Festival og Gambri, Berlín.
Artist duo Krot & Krass consists of members Björn Loki (b. 1991) and Elsa Jónsdóttir (b. 1990). In their work, they focus on the morphology of language, fonts, words and references, explore reading in the widest sense and examine the possibilities of communicating ideas and experience through complex systems of letters. Recently, they have been preoccupied with head letters, a font that first appeared in Icelandic carvings in the 16th century. Head letters can be hard to read and has been shrouded in mystery from the start. Krot & Krass emphasise the transformation of the environment and have created numerous works in public spaces in the last decade. In recent years they have cast their ideas in sculptures and reliefs.
The duo runs a 1200 m2 studio in Gufunes, called FÚSK. They also co-own Skiltamálun Reykjavíkur which specialises in installing huge wall art for artists.
Krot & Krass have taught at Iceland University of the Arts, Flateyri Folk School and Breiðholt College, and organised art and music festivals such as Buxur, Happy Festival and Gambri, Berlin.