Það er tiltölulega auðvelt að greina tímabilin í listsköpun Magnúsar Kjartanssonar sem reyndar urðu of fá því hann lést í september 2006 aðeins fimmtíu og sjö ára gamall. Að loknu stúdentsprófi 1969 fór Magnús í Myndlista- og handíðaskóla Íslands þar sem Hörður Ágústsson var skólastjóri. Hafði Hörður svo mikið álit á Magnúsi að hann sendi verk hans í alþjóðlega samkeppni myndlistarnemanda, þótt slíkt tíðkaðist annars ekki í skólanum, og vann Magnús þau verðlaun. Við Konunglegu akademíuna í Kaupmannahöfn gerðist Magnús nemandi Richards Mortensen sem var vissulega einn af þekktustu listamönnum Danmerkur. Magnús vann sig markvisst gegnum námið, aðferðir málverksins og litafræðina, geómetríu, teikningu og mótun. Undir lok námstímans fór hann þó að bylta því sem hann hafði lært og leita nýrra leiða þótt það kostaði óánægju Mortensens. Frá málverkinu sneri hann sér að klippimyndum, collage, þar sem allt önnur lögmál gilda. Þegar hann koma heim aftur frá námi hélt hann stóra sýningu á klippimyndum á Kjarvalsstöðum og vöktu þær mikla athygli. Í þeim var sterkur pólitískur tónn sem birtist í gagnrýni á neyslusamfélagið. Síðar gerði Magnús líka skúlptúra úr málmi og ýmu öðru efni. Marga sem kynntust honum undraði hve honum virtist létt að vinna í mismunandi miðla og efni; allt virtist leika í höndunum á honum. Hann vann mikið en sýndi ekki oft.

Um árið 1980 umbreytti Magnús aftur myndlist sinni. Hann bjó að gríðarlegri þekkingu á miðlum og aðferðum og tók nú enn til við að brjóta allt upp. Hann beitti gamalli ljósmyndatækni, meðal annars bláprenti og svokallaðri Van Dyke-tækni. Filman er lögð beint á pappírinn en ekki varpað á hann gegnum linsu og efnin sem nota þarf eru bæði vandmeðfarin og óstöðug. Þrykkið er alltaf nokkuð gróft og litað, bláprentið fær lit sinn af járni og blásýru en Van Dyke-þrykk fær brúnan lit af silfursalti. Með því að búa til filmur eftir ljósmyndum eða mála og teikna beint á filmu eða byggingarplast gat Magnús fært myndefni yfir á pappírinn og til dæmis raðað saman ýmiss konar myndum á eitt blað og jafnvel þrykkt mynd ofan í mynd. Þá var líka hægt að leggja hluti beint á pappírinn og fá þá skuggamynd af þeim á pappírinn. Magnús nýtti sér alla þessa möguleika og fann marga til viðbótar.

Með þessum vann Magnús sig frá hinni vitsmunalegu hugmyndafræði módernismans aftur í einhvers konar expressjónisma þar sem frumstæð form og iðandi litir ráða. Þarna má segja að átakalínur í myndlistinni hafi legið mestalla tuttugustu öldina þrátt fyrir allar aðrar sviptingar og endalausar nýjungar – milli akademískrar nálgunar og einhvers konar prímitífisma sem kallar á sterka og persónulega tjáningu og lætur verkið taka yfir af kenningunni. Þessi verk Magnúar eru líka mun persónulegri en flest það sem hann hafði áður fengist við. Í þeim teflir hann fram eigin lífi og minningum saman við tákn sem flest vísa á uppgjör, kreppu og vissa lífsangist. Þessi afhjúpun á eigin persónu er ekki síður mikilvæg en hin nýja tækni sem Magnús þróaði, eða ný nálgun í teikningunni, og hún tengir hann öðrum sviðum myndlistarinnar en nokkrum hefði áður dottið í hug að bendla hann við.

////

It is relatively easy to distinguish the periods in Magnús Kjartansson’s work; there were too few of them as he died in September 2006, only fifty-seven years old. In 1969 Magnús came to the Icelandic College of Art and Crafts where Hörður Ágústsson was rector. He believed so strongly in his pupil that he sent his work in to an international competition though there was no precedent for it in the school. Magnús won third place. At the Royal Art Academy in Copenhagen he came to study with Richard Mortensen who was undoubtedly one of Denmark’s best-known artists. He worked with determination through his subjects, the methods of painting, colour theory, drawing and form. Towards the end of his studies, though, he began to develop his own approaches and experiment, despite opposition from Mortensen. He turned from painting to collage and where a totally different set of rules applies. When he returned to Iceland in 1976 he held a large exhibition of such works in the Reykjavík Art Museum and attracted a lot of attention. The works had a strong political thread, expressed in opposition to consumer society. Later, Magnús was to make sculptures in metal and other materials. many who got to know him early on wondered at this facility with different materials. He worked hard but did not exhibit very often.

About 1980 Magnús again transformed his art. With his deep knowledge of artistic methods and media he began to break up all that he had learned. He turned to old photographic techniques, including blueprints and so-called Van Dyke-prints. He laid the film directly on the paper for contact prints rather than projecting the image with light. The chemicals are also difficult to manage and potentially unstable. the print is always rather crude and coloured, the blueprint getting its colour from potassium ferricyanide and the van Dyke-prints from silver nitrate. By making films from other photographs or by painting directly on film or plastic sheets, Magnús could transfer images to the paper, arrange several such images on a single sheet or even superimpose them. Objects could also be laid directly on the paper and would then reproduce as silhouettes. Magnús used all these methods and invented many more.

In this way, Magnús Kjartansson worked himself away from intellectual modernism toward some kind of expressionism where primitive shapes and symbols are brought out in vibrant, contrasting colours. This move crosses the fault line that has defines so much of twentieth century art, the divide between a formalised academic approach and some kind of primitivism calling for a robust and personal style. These works by Magnús are certainly more personal than most of what he had done before. He mixes his own life and memories with symbols that often refer to difficulties, life crisis, or angst. The revelation of himself is no less important than the new techniques Magnús developed or a new approach in his drawing and through it his work connects to fields of artistic practice that few would have associated him with before.

Jón Próppé.