Matthías Rúnar Sigurðsson (1988) lauk BA námi í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2013. Hann hefur tekið þátt í fjölda sýninga hér á landi og ber helst að geta sýningar í Safnasafninu árið 2017 og í Ásmundarsafni árið 2018. Matthías hefur komið víða við í myndsköpun sinni en á undanförnum árum hefur hann einbeitt sér að steinhöggi. Við gerð höggmynda sinna notast hann oftast við íslenskt grjót s.s. grágrýti, gabbró og blágrýti. Verkin sýna samruna dýra, manna og stundum hluta. Þeim er tvinnað saman og úr þeim mótuð persóna sem hefur einkenni þeirra allra.

/

Matthías Rúnar Sigurðsson was born in 1988 and graduated from the Iceland University of the Arts in 2013. He has participated in a number of exhibitions in Iceland, most notably exhibitions in Safnasafnið, The Icelandic Folk and Outsider Art Museum in 2017 and The Reykjavík Art Museum Ásmundarsafn in 2018. Sigurðsson has worked in various mediums but in recent years his focus has been on stone carving. In making his sculptures he uses mainly Icelandic rocks such as basalt and gabbro. The sculptures depict the merging of animals, people and sometimes objects. They are combined and made into a character possessing their traits.