Rakel McMahon (f. 1983) býr og starfar á Íslandi. Hún útskrifaðist með B.A. gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2008, diplóma gráðu í hagnýtri jafnréttisfræði við Háskóla Íslands árið 2009 og M.A. Ed. í listkennslufræðum frá Listaháskóla Íslands árið 2014. Síðustu ár hefur Rakel tekið virkan þátt í listalífinu á Íslandi bæði með eigin sýningum og þátttöku í menningartengdum viðburðum. Hún hefur komið nálægt rekstri á nokkrum listamannareknum sýningarrýmum en hún er ein af stofnendum Gallerí Klósett sem var starfrækt árin 2011 og 2012. Verk hennar hafa verið sýnd á Íslandi og víða erlendis og af stöðum er hægt að nefna Kaupmannahöfn, Edinborg, Varsjá, Helsinki og Berlín. Jafnframt skipar hún annan helminginn af gjörningatvíeykinu Wunderkind Collective sem hún, ásamt skáldinu Bergþóru Snæbjörnsdóttur, stofnuðu árið 2011. Rakel er fyrrum stjórnarmeðlimur Sequences listahátíðar í Reykjavík og situr nú í stjórn Nýlistasafnsins.

Viðfangsefni og verk Rakelar hverfast oftar en ekki í kringum kyn, kynhlutverk, kynhneigð, staðalímyndir og samfélagslegan valdastrúktúr. Nálgun hennar og framsetning á verkum sínum einkennast gjarnan af tvíræðni, myndlíkingu, húmor og endurmati á viðteknum samfélagsnormum.

////

Rakel McMahon (b. 1983) lives and works in Iceland. She obtained a B.A. degree in Fine Arts from the Iceland Academy of the Arts in 2008 and a year later she received a M.A. diploma of Applied Gender Studies from the University of Iceland. In 2014 she graduated with a M.A. Ed. in art education from the Icelandic Academy of the Arts. Since her B.A. graduation she has been active in the Icelandic art scene, exhibiting and participating in various cultural events. Her work has been exhibited at various locations, both in Iceland and internationally, i.e. Copenhagen, Edinburgh and Warsaw. McMahon has been active in running artist run exhibition spaces in Reykjavik and is one of the founders of Gallery Klosett which was active in the years 2011 and 2012. She was a member of the board of Sequences – Real Time Art Festival and is currently a member of the board of The Living Art Museum (NÝLÓ) in Reykjavik.

McMahon is interested in approaching and presenting her subject matter through re-interpretation, the use of metaphor and a reevaluation of what is deemed serious, humorous and normal. The subject and issues she works with relate to gender, sexuality, stereotypes and normality.