Sigga Björg Sigurðardóttir (f. 1977) býr og starfar í Reykjavík og Glasgow. Hún lauk B.A. námi í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2001 og stundaði framhaldsnám í Glasgow School of Art þar sem hún útskrifaðist með M.F.A. gráðu í myndlist árið 2004. Sigga Björg hefur haldið einkasýningar á Íslandi og beggja vegna Atlantshafsins ásamt því að hafa tekið þátt í fjölda samsýninga í galleríum og á söfnum.

Furðudýr og aðrar kynjaverur í ýmsum athöfnum hafa lengi verið viðfangsefni Siggu Bjargar. Verurnar eru oft á tíðum frekar ógeðfelldar og óhugnalegar en á sama tíma er hægt að skynja eitthvað mannlegt við þær. Margar þeirra eru stórar og loðnar með líkamshluta úr hlutföllum og búa þær í sínum eigin heimi sem gæti verið í annarri vídd. Oft er ekki alveg ljóst hvað er á seiði en líkamsvessar og vandræðaleg atvik koma iðulega við sögu.

 

////

 

Sigga Björg Sigurðardóttir (b.1977) lives and works between Reykjavík and Glasgow. Sigurðardóttir obtained a B.A. degree in fine arts from the Iceland Academy of the Arts in 2001 and in 2004 she graduated from the Glasgow School of Art with an M.F.A. She has held solo exhibitions in Iceland and internationally as well as participated in numerous group exhibitions in galleries and museums.

Sigga Björg Sigurðardóttir depicts ominous yet incisively realised interactions between creatures that devour, assimilate, and annihilate one another in fragmentary and often inexplicable images. Sigurðardóttir’s meticulous drawings revel in a wave of brutally glutinous honesty, and in the space between her monstrously bestial creations we find an awful hilarity in the ludicrous horror of an
emotional truth.