Sigurður Árni Sigurðsson hefur starfað sem myndlistarmaður bæði í Reykjavík og í Frakklandi frá því að hann lauk námi frá Institut des Hautes Études en Art Plastiques í París árið 1991. Hann hefur haldið tugi einkasýninga og tekið þátt í fjölmörgum samsýningum. Verk eftir Sigurð Árna er að finna í öllum helstu listasöfnum á Íslandi sem og í opinberum söfnum og einkasöfnum víða í Evrópu. 

Af stærri opinberum verkum má nefna útilistaverkið „Sólalda“ sem hann  gerði fyrir Sultartangavirkjun og var afhjúpað árið 2000, verkið “Samhengi” var sett upp í Landsbanka Íslands í Reykjavík 2005, glerverkið “Ljós í skugga” á Dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri 2006 og útilistaverkið „L´Eloge de la Nature“ er staðsett í bænum Loupian í Suður-Frakklandi 2011. 

Sigurður Árni var fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum á Ítalíu árið 1999 og þegar Reykjavík var menningarborg Evrópu árið 2000 var verk eftir Sigurð Árna valið sem táknmynd menningarársins. Hann var jafnframt valinn bæjarlistamaður Akureyrar árið 2000 – 2001.

Sigurður Árni hefur starfað sem gestakennari við Listaháskóla Íslands og í listaháskólum í Frakklandi.

////

Sigurður Árni Sigurðsson has been active as an artist since 1991, when he completed his studies at the Institut des Hautes Études en Art Plastiques in Paris, France. His works have been the subject of over forty solo exhibitions and have been a part of numerable group shows. They can be seen in the collections of all the leading art museums in Iceland, as well as in various public and private collections throughout Europe.

Some of Sigurður Árni’s most prominant work has been installed in public areas such as the Sultartanga Hydroelectric Power Plant in Iceland (“Sólalada”, 2000), the Hlíð Assisted Living Residence in Akureyri, Iceland (“Ljós í skugga”, 2006), the National Bank of Iceland in Reykjavik (“Samhengi”, 2004), and the town of Loupian in the south of France (“L’Eloge de la Nature”, 2011). Sigurður Árni represented Iceland at the 1999 Venice Biennale, and in 2000, when Reykjavik was a European Capital of Culture, one of his works was chosen as the culture year’s emblem. He has been a professor at the Iceland Academy of Art and the Montpellier School of Arts (ESBAMA), and was selected as the 2000-2001 artist laureate by the city of Akureyri in Iceland.