Steingrímur Eyfjörð (f. 1954) er meðal hinna fremstu í þeirri kynslóð íslenskra listamanna sem fram kom á áttunda áratugi síðustu aldar. Í vinnu sinni nýtir hann sér fjölbreytta miðla, þar á meðal ljósmyndun, teiknimyndir, myndbönd, málun, skúlptúra, gjörningalist, skrif og innsetningar. Efnisvalið er álíka fjölbreytt; hann sækir innblástur í jafn ólíkar áttir og þjóðsögur, Íslendingasögur, tískutímarit, trúarbrögð, hjátrú, krítíska teoríu og margs konar annað efni úr samtímanum, í meðförum hans skarast þau á margræðum tengipunktum þannig að úr verða marglaga verk, á stundum rugla þau mann í ríminu en í þeim birtist ævinlega skýr og óvænt sýn á þau viðfangsefni sem unnið er með. Steingrímur var fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum árið 2007.

//

Steingrimur Eyfjörd (b. 1954) is one of the foremost of a generation of artists who came to prominence in Iceland during the 1970s. His work employs a wide variety of media, including photography, comic strip, video, painting, sculpture, performance, writing and installation. His art may appear equally diverse conceptually: founded on influences as disparate as folk tales, Icelandic sagas, women’s fashion magazines, religion, superstition, critical theory and many other current topics, Eyfjörd’s chains of association intersect at a nodal point of multiple meaning, forming a body of work that is multi-layered and at times perplexing yet always reveals an articulate and unexpected approach to the issues at hand. Steingrimur represented Iceland at the Venice Biennale in 2007.