Þór Sigurþórsson kláraði B.A. próf í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2002 stundaði svo nám í Academy Der Bildenden Kunste í Vín. Árið 2008 útskrifaðist hann með MFA í myndlist frá School of Visual Arts í New York. Hann hefur tekið þátt í fjölda sýninga hér á landi og erlendis og haldið nokkrar einkasýningar.

Í verkum sínum fæst Þór oft við greiningu á hlutum sem við höfum aðlagað líkamanum; sem verða hálfgerðar framlengingar af líkamanum og sem við notum til að skoða og fást við heiminn. Verk hans ögra skilningi okkar á hversdagslegum hlutum og storka klisjum okkar um fegurð og náttúru.

Skjáir og skjámenning hefur verið Þóri ofarlega í huga undanfarið. Verk hans samanstanda oftar en ekki af ljósmyndum sem hann hefur unnið með því að mála yfir með skafmálningu eða hulið með einu af mörgum lögum sem finna má í LED skjám. Algengir fundnir hlutir sem fyrirfinnast í hversdagsleikanum hafa einnig verið uppistaða í verkum hans en með því að taka þá í sundur og algerlega úr samhengi verða þeir næstum ókunnugir.

 

////

 

In his most recent works Thor Sigurthorsson has been preoccupied with screens and screen culture. Through his works he analyzes things we have adapted to our bodies; things that have become extensions of ourselves and that we use to explore and engage with the world. His works challenge our perception of everyday objects and defy clichés about beauty and nature.

Sigurthorsson’s works often consist of manipulated abstract photographs but he has also used found objects extensively as his medium. The objects are those that we use and see regularly in our everyday lives but by deconstructing them and taking them completely out of context they become almost unrecognizable.

Sigurthorsson obtained a BA degree in fine arts from the Iceland Academy of the Arts in 2002 and in 2008 he graduated from the School of Visual Arts in New York with an MFA. He has exhibited at art venues in Iceland and abroad.