Tíminn er listamanninum Kristni E. Hrafnssyni hugstæður. En það er ekki nýtilkomið. Og sömuleiðis nálægðin, svo áþreifanleg sem hún er á snúningi jarðar um öxul sinn, frá vestri til austurs. Og þar vegur það það smáa og stóra salt, ásamt því beina og ávala.
En þarna er listin komin, Kristins sjálfs, en líka bara afstaða hans og viðhorf, því einhvern veginn vaknar maður – og á aðra vegu sofnar maður. Það er ramminn. Allt gerist þar, utan og innan, í misjafnlega skrifuðum strikum og sveigum.
Togkraftur tungslins kann svo að breyta því sem upp á vantar. Enda er jafnvægið á milli útfirisins og aðfallsins aldrei langt undan. Kannski bara óséð stjarna, álengdar.
Á þessa vegu gengur hann einbeittur til sinna verka. Íbygginn og þolinmóður. Alltaf fámáll. Eilítið álútur. Ólafsfirðingur að norðan. Kannski með hugsun sína í fanginu. Hárið að þynnast, lífið að venjast. Og það er vegna þess að höggmyndasmiðurinn er öðru fremur hugmyndasmiður.
Því verkin eru teiknuð af huga, fremur en hönd. Augljóslega.
Og það á jafnt við um hamarinn og meitilinn. Hvorutveggja geymir hann í færanlegum verkfærakassa sínum, sjálfum höfuðstöðvum sköpunarkraftsins. Hugsuninni. En þar er vinnustofa hans komin. Og höfuðeinkenni verka hans.
Svo vítt sem þar er til veggja og lofts. Öll sólin að rísa. Allt tunglið að vaxa. Og því er öllu haganlega fyrirkomið í einum og sama punktinum. Vinnu dagsins. Birtu formanna. Iðjusemi. Einmitt, pælingunni, skipulagningunni, útkomunni.
En eftir stendur áhorfandinn, ekki síður hugsi. Hægur um sig. Var á fæti. Strýkur sér um kinn.
Og undrast, efast og hrífst í senn. Enda leita á hann hugsanir sem fara allt eins rangsælis og réttsælis, að ofanlægu og neðanverðu, innan frá og utan að. Jafnvel ótengdar í óreiðukenndum tímanum sem líður hjá, og mjög líklega, einhvers staðar nærri.
Í nálægðinni.
Einmitt í nálægðinni af öllum þessum tíma.
Öllum þessum farna og ókomna tíma.
- –
Þegar komið er að stundinni
áttum við okkur á því
að við höfum fyllt upp í framtíðina
sem okkur hafði
upphaflega
verið ætluð.
Sigmundur Ernir Rúnarsson
(textabrotin og ljóðin eru fengin úr nokkrum bóka höfundar)
___________________________________________
Artist Kristinn E. Hrafnsson is preoccupied with time. This is not a recent development. And also nearness, as tangible as it is for earth’s rotation on its axis, from east to west. Where the large and the small teeters, along with the straight and the rounded.
But there is the art, Kristinn’s art, but also only his stance and his attitude, because somehow we wake up – and then we fall asleep in a different manner. That’s the framework. Everything happens there, outside and inside, in differently written lines and curves.
And then, the pull of the moon may change what is missing. Since the balance between the reflux and the rising tide is never far off. Perhaps just an unseen star, at a distance.
This way, he starts his work determinedly. With a knowing and patient look. Always taciturn. Slightly stooping. From Ólafsfjörður in the north. Maybe holding his thought in his arms. Hair thinning, adjusting to life. That’s why the sculptor is first and foremost the creator of ideas.
Because the work is drawn by a mind, rather than by hand. Obviously.
This also goes for the hammer and chisel. He keeps both in a portable toolbox, the headquarters of his creative powers. The thinking. There is his studio. And the main characteristic of his work.
As wide as the walls and the ceiling are. The whole sun rising. The whole moon waxing. All skilfully arranged in one and the same spot. The day’s work. The light of the forms. Diligence. Precisely, the speculation, the planning, the result.
Leaving the viewer, no less speculative. Slow. Careful on their feet. Stroking their cheek.
And wondering, doubting and being fascinated at the same time. Haunted by thoughts that travel both clockwise and counter-clockwise, from above and below, from inside and out. Even unconnected in the chaotic time that passes, and most likely, somewhere near.
In the nearness.
Precisely in the nearness of all this time.
All this gone and yet-to-come time.
- –
When the moment arrives
we realise
that we have filled in the future
that originally
was intended
for us.
Sigmundur Ernir Rúnarsson
(the prose and poetry comes from several of the author’s books)