„Þetta er bara ekki eins án þín“
„Þetta er bara ekki eins án þín,“ stendur aftan á póstkortinu sem leikur á milli fingra mér. Á framhliðinni er ljósmynd af fallandi trjábol, djúpt inni í skógi, einmitt á stað þar sem enginn heyrir til. Þessi ljósmynd er þess vegna alveg þögul en líka gulnuð og falleg eins og hlutir verða jafnan af því einu að eldast. Hvar þessi mynd hefur verið eða hvenær hún hefur verið hvar, það veit ég auðvitað ekki.
Sitt í hvoru lagi eru þau skyldari stillönsum en byggingum, sauðmeinlaus hugtök auðvitað: tími og rúm. Í minningunni var það einhvern veginn svona sem Berkley biskup útskýrði þau. Sé tíma og rúmi hins vegar blandað saman er fjandinn laus. Og ef við setjum þau niður í eina og sömu setninguna getur útkoman orðið eldfim blanda. Jafnvel „eitraður kokteill,“ gæti Berkley biskup hafa sagt, ef hann hefði verið gefinn fyrir vín.„Hvar og var? Þar og þá? Ójá, ójá, ójá …“ hefði hann þá raulað fyrir munni sér. En það var þó ekki fyrr en biskupinn hafði gert sér grein fyrir yfirþyrmandi margfeldi þessara tveggja einföldu breytna sem honum, þessum meistara óefnishyggjunnar, hætti að lítast á blikuna, því dagurinn líður, inn og út, út og inn, alltaf eins án þess að endurtaka sig í nokkurt skipti á sama hátt og austrið mætir vestrinu og suðrið norðrinu vandræðalaust í sífellu alveg án þess að nokkur viti hvar það gerist. Niðurstaða biskupsins hlýtur að hafa verið eitthvað á þessa leið: „Flókið dæmi, tími og rúm.“
Ofan á allt fattaði Berkley nú að hann hafði gleymt þriðju breytunni: fígúrunni, þessari sem gerir alla list fígúratífa og sumir kalla áhorfanda. Ég ímynda mér að þegar þarna var komið sögu hljóti biskupnum að hafa fallið allur ketill í eld því nú var jafnan orðin ennþá margbrotnari: Hvar, hvenær og hver? Ekki bara tími og rúm heldur líka „þú,“ þessi sem „þetta er bara alls ekki eins án“; „þú“ sem ert ofaní kaupið svona líka skratti óstöðug hugmynd. Eldfim blanda, eitraður kokteill? Eitthvað ófyrirsjáanlegt er það allavega enda er það í neistafluginu milli þessara þriggja eðlisþátta sem mig grunar að listaverk verði til og hverfi svo reyndar aftur. Berkley biskup var auðvitað lítið að spá í slíkt. Hann var heimspekingur, ekki listfræðingur – sem betur fer eða því miður, eftir því hvernig á það er litið.
Þegar ég sný þessu póstkorti milli fingra mér og horfi á myndina af trénu sem er að falla hljóðlaust í skóginum er ég lúmskt þakklátur fyrir að vera ekki heimspekingur heldur bara fígúra í fígúratífum listaverkum og eiginlega enn þakklátari fyrir þá staðreynd að markmið listarinnar er hvorki sannleikur né skilningur heldur bara örlítil undrun. Undrun og stöðug óvissa auðvitað – eins og bent hefur verið á – en samt alltaf líka í huga fígúrunnar: örlítil undrun.
Þess vegna er best að ljúka þessu svona, því lokaorð allra texta hljóta að vera þau sömu. Þau birtast í svörtu letri aftan við öftustu setninguna andartaki eftir að lesandinn lítur upp af blaðsíðunni: „Í alvöru, þetta er bara ekki eins án þín.“
Ragnar Helgi Ólafsson, 2020
/////
It’s just not the same without you”
“It’s just not the same without you,” says on the back of the postcard I’m turning between my fingers. The front has a photo of a falling tree, deep inside the forest, in a place where no one can hear it. Hence, the photograph is completely silent, but also faded and beautiful, as things tend to become solely by aging. Where this photo has been or when it has been where, I of course do not know.
Viewed separately they seem to have more in common with scaffolding than actual buildings, harmless concepts, of course: Time and Space. The memory has Bishop Berkley explaining them roughly this way. If you on the other hand mix time and space, then all hell breaks loose. And if we place them within the same sentence, the result can be volatile. Even “a poisoned cocktail,” as Bishop Berkley might have said if he’d been a drinking man. “Where and was? There and then? Oh yes, oh yes, oh yes …” he’d have hummed to himself. It wasn’t until the bishop had realised the overwhelming multiplicity of these two simple variables that he, the master of immaterialism, started to worry, because the day passes, in and out, out and in, always the same without ever repeating itself, just like east meets west and south meets north without any fuss, continuously, without anyone knowing where it happens. The bishop’s conclusion must have sounded similar to this: “It’s complicated, time and space.”
On top of all that, Berkley now discovered that he’d forgotten the third variable: The figure, the one that makes all art figurative and some call the viewer. I imagine that by this time the bishop must have been quite exhausted because now the equation had become even more complicated: Where, when and who? Not just time and space but also “you”, the one “it is just not the same without”; “you” who also happens to be a terribly unstable idea. A volatile mix, a poisoned cocktail? At any rate, it is something unforeseeable, as it is in the flying sparks between these three factors that I suspect an artwork is created and then actually disappears again. Not that Bishop Berkley concerned himself with that. He was a philosopher, not an art historian – thankfully or regretfully, depending on how you look at it.
When I turn this postcard around in my hands and look at the image of the tree which falls soundlessly in the forest, I feel a subtle gratitude for not being a philosopher but only a figure in a figurative artwork, and I am even more grateful for the fact that the purpose of art is neither truth nor understanding but amazement. Of course it is not only amazement but also constant uncertainty – as has been pointed out – but still always in the figure’s mind: a hint of amazement.
That is why this is an ideal way to end, because the last words of every text must be the same. They appear in black writing, following the last sentence, a moment after the reader looks up from the page: “Seriously, it’s just not the same without you.”
Ragnar Helgi Ólafsson, 2020