Þegar Georg Guðni hélt sína fyrstu einkasýningu, í Nýlistasafninu árið 1985, varð öllum áhugamönnum um myndlist þegar ljóst að hér var kominn fram óvenjulegur hæfileikamaður. Engum sem fylgdust með honum frá upphafi kom á óvart hve vegur hans varð mikill á þessu sviði. Með lágmæltu, næstum hæglætislegu framlagi sínu breytti hann ýmsu í íslenskri myndlist til langframa,
og blés nýju lífi í hefð sem margir höfðu áður afskrifað. Færeyska ljóðskáldið Christian Matras segir á einum stað; „Skáld er sá, sem grefur þau upp, gömlu orðin með æskuljómann.” Þessi orð má yfirfæra á Georg Guðna, og endursköpun hans á íslensku landslagsmálverki. Einmitt í þessu felst raunveruleg merking þess orðs sem nú á dögum er mjög ofarlega í allri listumræðu: frumlegur. Fá orð hafa verið notuð á ómarkvissari og kæruleysilegri hátt, en þetta orð má hiklaust nota um Georg Guðna. Sýn hans var frumleg.
Þekking Georgs Guðna á landinu var langt umfram það sem gerist með flesta. Allt frá barnæsku fór hann um Ísland vítt og breitt með jarðfræðingnum föður sínum, og síðar með börnum sínum og eiginkonu, auk þess fór hann oft vinnuferðir einsamall út í buskann væddur málaradóti og myndavél. Vinir hans segja að það hafi verið gaman að taka hann í lúmsk landafræðipróf um afskekkta staði á hálendinu, og það hafi sjaldan brugðist að hann hefði rétt svör á reiðum höndum, jafnvel þegar um minnstu fjallskolla var að ræða, eða litla, flestum óþekkta fjallatjörn. Ef hann hefði kosið að gerast land- eða jarðfræðingur, hefði hann
vafalaust orðið afburðamaður á því sviði líkt og hann varð í málverkinu. Þessi tenging hans við landið olli því óhjákvæmilega að hann bar hag þess mjög fyrir brjósti, og honum sveið meðferð rányrkjumanna á viðkvæmum svæðum hálendisins. Hann var náttúruverndarsinni í bestu merkingu þess orðs, án allra öfga, en fastur fyrir.
Það gæti verið verkefni fyrir listfræðinga að velta því fyrir sér hver áhrif tónlistar í verkum Georgs Guðna kunni að vera. Líkt og margir myndlistarmenn hlustaði hann oft á tónlist þegar hann vann, að stórum hluta á klassíska tónlist og jazz, en einnig flestar aðrar tegundir af músík. Stundum þegar verk hans eru skoðuð mætti jafnvel segja að sá sérkennilegi blær sem er yfir verkum hans sé tónblær, ekki síður en litblær. Það eru litatónarnir sem leika aðalhlutverkið.
Á sama hátt og það gæti verið áhugavert að lesa í áhrif tónlistar í verkum Georgs Guðna, væri forvitnilegt að velta fyrir sér inntaki verka hans í andlegum skilningi. Sú nánast íhugunarkennda kyrrð sem birtist í málverkunum gæti vissulega leitt hugann að t.d. Búddisma. Georg Guðni var þó sjálfur fámáll um slík efni. En öll listaverk eru á einhvern hátt andleg leit, burtséð frá trúarstefnum. Landslagsmálverkið í sínum bestu birtingarformum er á sinn hátt leið til þess að bregðast við sífelldri undrun mannsins gagnvart náttúrunni, eða því sem aðrir vilja kalla sköpunar-verkið. Sá sem leggst jafn djúpt í að skoða landið og Georg Guðni gerði, upplifir óhjákvæmilega að ýmsar spurningar leita á hugann um uppruna lífsins og veraldarinnar. Sumir leita skýringa innan vísindanna, aðrir trúarinnar, og enn aðrir, og þar á meðal eru etv. flestir listamenn, þurfa ekki óyggjandi svör við spurningum sem vakna, enda liggja þau svör ekki á lausu. Það eru ekki svörin sem eru mikilvægust, heldur það að leita, aðspyrja. Í myndum Georgs Guðna eru slíkar spurningar eftilvill ekki augljósar, en það liggur þó einhvernveginn alltaf í loftinu að fjall er ekki bara fjall. Táknlestur á myndum hans gæti verið varasamur og falið í sér margar gildrur, en hann er samt sem áður freistandi.
Einbeitni og vinnusemi Georgs Guðna var við brugðið, allt frá því hann var í námi í Myndlista- og Handíðaskólanum. Hann bar á sér skissubók hvert sem hann fór, og var sífellt að rissa upp, eða krota niður í orðum hugmyndir. Myndlist hans var að vissu leyti bókmenntaleg í eðli sínu, og hann leitaði þess meðfram að tjá einnig í orðum þann hugarheim sem hann lifði í. Vafalaust væri hægt að gefa út heila bók sem innihéldi einvörðungu þær hugleiðingar hans, sem voru persónulegar og markverðar á margvíslegan hátt, oft mjög nálægt ljóðagerð, enda var Georg Guðni mikill bókmenntamaður alla tíð, og áhugi hans á bókum og ritlist var lifandi og víðtækur. Hann sökkti sér ofan í þjóðlegan fróðleik, erlendan og innlendan skáldskap, allskyns fræðirit, og að sjálfsögðu bækur um þá listgrein sem hann hafði valið sér. Hann fylgdist vel með í öllu. Síðustu árin lá hann m.a. í bókum um trjárækt, af því hann hafði hafið ræktun á landskika sínum austur undir Heklu. Hann tók öll verkefni af sama áhuga, einbeitni og vandvirkni, lagðist djúpt í alla hluti.
Myndir sem Georg Guðni var að mála síðustu misserin benda til þess að enn hafi hann verið að búa sig undir að taka nýja stefnu með málverkið. Hann var sífellt leitandi í myndgerð sinni, og þótt verk hans virtust við yfirborðslega skoðun ekki taka miklum breytingum milli ára, gátu þeir sem höfðu fylgst með listsköpun hans alla tíð vel greint ákveðna þróun, sem var sífellt greinilegri eftir því sem á leið, og þegar litið er yfir feril hans frá upphafi má sjá heilmiklar breytingar, en alltaf innan órjúfandi heildar samt sem áður. Persónulegur myndheimur hans var alltaf auðþekkjanlegur, en jafnframt í sífelldri endurnýjun og sköpun, rétt einsog aðrar veraldir.
Gyrðir Elíasson
////
As of Georg Guðni’s first solo exhibition—1985 at the Living Art Museum—it was clear to the whole art community that an unusual talent had emerged. No one who followed Georg Guðni from the start was surprised by the prestige that he acquired in his field. With his quiet, almost muted contribution he altered the course of Icelandic art and injected new life into a tradition that many had previously written off. The Faeroese poet Christian Matras once said, “A poet is one who digs up old words, old words that glow with youth.” These words are applicable to Georg Guðni and his recreation of Icelandic landscape painting. Here, indeed, lies the true meaning of a word that nowadays hovers near the forefront of all art discourse: original. Few words have been used more loosely and carelessly but without reservation it applies to Georg Guðni: His vision was original.
Georg Guðni’s knowledge of Iceland far exceeded the common run. From childhood on he travelled the country far and wide, first with his geologist father and later with his wife and children; he would go off alone into nowhere to work, equipped with painting supplies and a camera. His friends say that it was fun to test Georg Guðni’s geography with tricky questions on remote upland places and that he seldom failed to answer readily, even when it came to the most minor mountaintop or small and obscure mountain pond. Had he chosen to become a geologist or geographer, he doubtless would have excelled in those fields as he
did in painting. His bond with the land inevitably led him to feel deep concern for its welfare; it galled him to see the effects of overexploitation in fragile areas of the interior. He was pro-environment in the best sense of the term: free of extremism and yet unyielding.
It might make a good task for art historians to consider how music may have affected Georg Guðni’s work. Like many artists Georg Guðni often listened to music while working, primarily classical and jazz but also most other musical genres. Sometimes a close viewing of his work even suggests that the uncanny atmosphere that pervades his paintings is a timbre as much as a tint. It’s the tonality that takes center stage.
Just as it might be interesting to tease out the musical influence in Georg Guðni’s work, it would be intriguing to consider the import of his work in a spiritual light. The almost meditative calm manifested in his paintings certainly might bring Buddhism to mind. Georg Guðni was, to be sure, reticent on such matters. Yet apart from any religious platform, every work of art is in some sense a spiritual inquiry. In its best manifestations landscape painting is a particular way to respond to humanity’s continual amazement at nature, or creation as some prefer to call it. Anyone who immerses himself as deeply in the land as Georg Guðni did will inevitably find himself beset by certain questions about the origins of life and of the world. Some seek explanations in science, some in religion, while others, including perhaps most artists, feel no need of definitive answers to the perennial questions, since indeed those answers do not grow on trees. More important than answers are the seeking, the asking. In Georg Guðni’s images the asking is perhaps not obvious, yet somehow there’s always the feeling in the air that a mountain is not just a mountain. A symbolic reading of Georg Guðni’s images might prove risky and full of snares but it is tempting nonetheles.
Georg Guðni’s focus and diligence were exceptional even in his student days at the Icelandic College of Art and Crafts. He carried his sketchbook everywhere he went and was constantly sketching, or jotting down, ideas. His art was in one sense literary in nature and while making it he sought to also express in words the thought-world he inhabited. Certainly those meditations alone might fill a book; idiosynchratic, incisive in many ways, they often approach poetry, for Georg Guðni was always a man of books. His taste in books and literary styles was both lively and omnivorous. He drank in Icelandic lore, foreign and domestic
literature, all kinds of scholarly works, and of course books on his chosen artform. He kept abreast of everything. In later years he also pored over books on arboriculture, having begun to cultivate his small holdings in the east near Mount Hekla. He undertook all projects with the same interest, focus, and care, delving deeply into all things.
The pictures that Georg Guðni was painting in his final seasons suggest that he was once more preparing to embark in a new direction in his work. His composition was a ceaseless inquiry, and though at a cursory glance his work does not seem to change
greatly from year to year, those who followed his oeuvre all along could easily discern a clear evolution, becoming ever more pronounced over time; a review of his career from the outset shows up major changes, albeit always contained in a seamless whole. His personal pictorial world always remained distinctive even as it underwent constant renewal and creation, just like any other world.
Gyrðir Elíasson (Translation Sarah Brownsberger)