Í sinni þekktustu ritgerð, Af hinu andlega í listinni (Über das Geistige in der Kunst), fjallar rússneski listmálarinn Vassilíj Kandinskíj meðal annars um möguleikann að skynja myndlistarverk með álíka hætti og við skynjum tónlist. Kandinskíj gekk út frá því að við gætum horft á liti og form í myndverki með sama hætti og við hlustum á hljóm og tóna í tónverki. Þeir í sjálfu sér gefa okkur ekki mynd af neinu sérstöku heldur upplifum við þá afstrakt, út frá tilfinningu fyrir samsetningu, hrynjandi og áferð.
Ritgerð þessi, sem Kandinskíj skrifaði árið 1911, er í raun kennslufræðirit. Hún er skrifuð til þess að útskýra ákveðin grunnlögmál myndlistar og kenna okkur að horfa óhlutbundið á myndverk. Til þess notaði hann samanburð við tónlist, þar sem hún var þá þegar viðurkennd sem óhlutbundin list. Kandinskíj studdist við tungumál tónfræðinnar og notaði óspart orð eins og „spuna“, „komposisjón“ og „hrynjandi“. Litatónar fengu sinn hljómræna blæ sem yfir- og undirtónar og hann gekk jafnvel svo langt að skíra liti eftir hljóðfærum. Gulur var trompet, rauður var selló og þar fram eftir götunum. Svartan og hvítan lit sagði Kandinskíj hins vegar vera þögn. Svartur litur, samkvæmt Kandinskíj, er endanleg þögn eins og þegar tónverki er lokið, en hvítur er „samhljómur þagnarinnar“, eins og þögn á milli tóna. Þögn sem er hluti af hrynjandi verksins.
Úr þögn hefst sköpunin. Hún er leiksvæði listamannsins. Bæði listmálarinn sem ræðst á hvítgrunnaðan strigann með litum og formum og tónskáldið sem fyllir loftið hrífandi hljómum vilja hylja þögnina. Þó, eins og bandaríska tónskáldið John Cage benti réttilega á, heyrir maður aldrei algera þögn. Allavega ekki þegar maður hlustar. Það eru alls staðar einhver hljóð. Þögnin á milli tóna er að því leytinu ekki hljómlaus, ekki frekar en að hvítur litur í málverki er ósýnilegur.
John Cage er þekktur fyrir að nota þögn í tónlist til að vekja athygli á hljómum. En hann er líka þekktur fyrir að nota orð og texta í samskonar tilgangi. Verkið Roaratorio: An Irish Circus on Finnegans Wake er til dæmis samsett af umhverfishljóðum og lesnum texta. Textinn virkar sem stef tónverksins á meðan hljómarnir spinna óreiðu þar um kring. Textinn er að því leytinu afstrakt rétt eins og tónar í tónverki og litir í málverki. Hann þarf ekki að gefa ákveðna mynd.
Það sama á við um texta í myndverki. Hann getur gefið ákveðna mynd en hann getur líka verið afstrakt. Og þannig er svo sannarlega ein birtingamynd hans í annars margræðum myndverkum Guðnýjar Rósu Ingimarsdóttur. Því þótt textinn kunni að vera samsettur úr orðum eða táknum, er hann að sama skapi stef sem líður um eins og hljóðræn teikning eða form á þöglum fleti.
Jón B. K. Ransu
//
In his most renowned essay, Concerning the Spiritual in Art (Über das Geistige in der Kunst), Russian artist Vassily Kandinsky writes about the possibility of perceiving visual art in a similar way as we perceive music, and proposes that we can view colors and shapes in a painting in the same way as we listen to the sound and tones in a musical composition. They do not give us a predetermined picture of anything objective, but rather offer us an experience through composition, rhythm and texture.
The essay in question was written by Kandinsky in 1911 and is actually pedagogical. It was written to explain certain basic laws of art and teach us to look non objectively at an artwork. For that the author compared paintings with music, since music was already recognized as an abstract form of art. Kandinsky supported his theories of painting with the language of music and explained paintings with words like “improvisation”, “composition” and “rhythm”. Colors in a painting got musical structure as overtones and undertones, and he even went so far as to name colors after instruments. Yellow was a trumpet, red was a cello etcetera. Black and white colors were, however, not instruments., They were silent. Black, according to Kandinsky, is the end silence like when a musical composition is finished. But white is “the harmony of silence”, like silence between two notes, or silence that takes part in the rhythm of the music.
From silence comes creation. Silence is the artist’s playground. Both the painter who attacks the white primed canvas with colors and shapes and the composer who fills the air with harmonic sounds want to cover the silence. Although, as American composer John Cage rightly pointed out, one never hears absolute silence. At least not when one listens to it. There are always some sounds to be heard. The silence between two notes is in that sense not silent, no more than the color white is invisible.
John Cage is known for using silence in music to draw attention to sound. But he is also known for using words and texts for similar purposes. For example, his famous Roaratorio: An Irish Circus on Finnegan Wake is composed of environmental sounds and words. The spoken words become the melody while environmental sounds become improvisations around the melody. The words are abstract, like colors in a painting, they do not give a predetermined picture.
The same can apply to texts in visual art. A text can give a predetermined picture but it can also be abstract. And that is certainly a way we can read it in the otherwise faceted art works of Guðný Rósa Ingimarsdóttir, because even though the text is composed of words and symbols, it acts as a melody that passes through like an acoustic drawing on a silent surface.
Jón B. K. Ransu