Kannski, kannski
Í nýjustu verkum Guðmundar Thoroddsen hefur hann sagt skilið við huldar tilvísanir – kannski þetta, kannski hitt – og áþreifanleg hugtök. Þess í stað sækja málverkin enn lengra inn í sitt eigið óhlutbundna mál og myndbyggingu. Þar sem einu sinni voru láréttar línur sem gáfu til kynna landslag og lóðréttar línur sem táknuðu rými eða fólk innan dyra, hafa litir, áferð og sveiflukennd hreyfing leyst beina merkingu, fígúratív form og myndmál af hólmi. Vissir hlutar þessara verka tengjast litatilraunum alþjóðlegra listamanna á borð við Andreas Eriksson, Philip Guston, Jean Dubuffet og Tal R, auk þess sem formnotkunin minnir á listamenn eins og Svavar Guðnason og Jóhann Briem.
Mistraðir litirnir á litaspjaldi Guðmundar; dempaðir súkkulaðibrúnir og purpurarauðir, bleikir ferskjulitir með ryðtón, angurværir gráir og földrappaðir litir, mæta rafmögnuðum bláum lit, djúpbláum og dimm-þalósýanín grænum. Verkin eru byggð upp með frjálslegum, þokukenndum eða óljósum pensilstrokum og einfaldari formum, áhersla á tjáningu tilfinninga eða fígúratívar myndir er minni. Í staðinn afhjúpa lög málverkanna, útlínur og óræð form hvernig verkin eru byggð upp, sýna ferlið og geta virkað eins og hluti af myndaröð. Til að vega upp á móti hröðu framleiðsluferli og hlutkenndri merkingu helgar Guðmundur sig seinlæti tilverunnar með verkum sínum og sökkvir sér á kaf í málaralistina.
Einfölduð form og fíngerðar línur strigans, núnar með ryðbleikum eða þalósýanín-grænum, umlykja tiltekin form og undirstrika þannig formin og lögunina. Verkin eru rúð vísunum til alls sem er í deiglunni, stjórnmálum og þess háttar, eftir stendur spennan milli einhvers sem er fagurt og þess sem er ljótt eða undarlegt. Eins og áður hefur komið fram er samhengi milli myndmáls og túlkunar síbreytilegt í verkum Guðmundar. Í málaralist sinni er hann meðvitaður um stemningu, ljós og túlkun á lauslegum frásögnum, en litanotkun, form og áferð eru alltaf í fyrirrúmi. Þetta endurspeglast í því að verkunum er oft snúið á meðan á vinnuferlinu stendur, þau máluð í ýmsar áttir eftir því sem listamaðurinn kynnist þeim betur. Með því er gefið í skyn að merking sé eitthvað sem megi lesa úr verkunum eftir á og mögulega er það meiningin.
Becky Forsythe
//
Maybe, maybe
In new works by Guðmundur Thoroddsen, hidden references – maybe this, or maybe that – and concrete concepts, have been left behind. Instead, the paintings continue further into their own abstract language and composition. Where horizontal lines once suggested landscapes and vertical ones suggested indoor spaces or people, colour, texture and vibratory motion have replaced figurative shapes and imagery. Certain parts of these works relate to the colour experiments by international artists Andreas Eriksson, Philip Guston, Jean Dubuffet and Tal R, and are reminiscent of works by Icelandic artists such as Svavar Guðnason and Jóhann Briem in their treatment of forms.
Guðmundur’s hazy colour palette of toned-down chocolatey browns and mauves, rusty pinky-peaches, wistful greys, and buffed khaki meets electrified blue, ultramarine and forestry-phthalo greens. Maintaining liberal, blurred or shadowy brushstrokes, these works are built of reduced forms and seem less interested in conveying feelings or figurative scenes. Instead, their layers and outlines reveal how a work is constructed, contributes to a visible process and can function as one part in a series. As a counterbalance to quick production and concrete meaning, Guðmundur is committed to the slowness of being with the works, completely immersed in the craft of painting.
Light lines of canvas that have been ground with rusty pink or phthalo green surround certain forms, a new gesture that emphasizes the act of simplification and also celebrates it. The works are stripped of current matters, politics or the like, leaving the tension between beauty and strange as a discovery point. As has been noted previously, the connection between imagery and interpretation is ever-changing within Guðmundur’s works. In painting, he is aware of atmosphere, light and what a loose form of narrative might suggest, but it is first and foremost the play of colour, form and texture that leads the way. This is reflected in the fact that the works are often turned during their making, painted on in different directions as the artists gets to know them. In doing so it is implied that meaning is something that can be gleaned from the works at a later time, and this is perhaps the intention.
Becky Forsythe