Megi þá helvítis byltingin lifa
- Kali er það fyrsta sem birtist yfir sýningunni og opnuninni 30.mars. Kali (sanskrít: काली, bengalska: কালী, Kālī), einnig þekkt sem Kalika (bengalska: কালিকা, Kālikā) er hindúagyðja og stendur sem tákn fyrir eilífa orku alheimsins. Nafnið Kali þýðir „svört“ en hefur einnig farið að tákna „kraft tímans“ (kala). Kali er gyðja tíma, dauða og umbreytinga. Táknmyndir Kali sýna hana oftast sem dökka og grimma ófreskju og hún er álitin tákn gjöreyðingar í mörgum tilfellum. Flókin tantrísk fræði innan hindúasiðarins hafa gefið henni víðtækari skilgreiningu, allt að því að gera hana að „hinum enanlega veruleika“ eða Brahman. Kali hefur stundum verið dýrkuð sem Bhavatarini eða bókstaflega frelsari alheimsins.
- Tölurnar 3, 6 og 9 birtast sterkt og má túlka sem annað hvort fjölda verka eða númer þeirra sem fara. Summa þeirra er 18 og því er endanlega niðurstaða 9. Verk númer 9 stendur upp úr. Gríman kemur því sterk inn og er hún á verkum 6 og 9.
- Þrír verða spenntir, tveir verða móðgaðir og einn æ Hann kaupir. Á hring getur endapunktur einnig verið byrjun. Er þetta endir á einhverju og byrjun á einhverju öðru?
- En þú færð skilaboð, bréf eða símtal um verkin frá einhverjum þeim tengdum. Einn missir glas úr höndunum á sér. Í vinstra horninu nær þegar gengið er inn í salinn.
- Áhrifin verða töluverð. Tvíbent. Jákvæð. Sumir stara í forundran. Þekkt er að hundar gelti að því sem þeir þekkja ekki. Margir hafa varðhund í höfðinu á sér sem varar þá við hugsanlegum aðsteðjandi hættum, eins og nýjum hugmyndum. Nýmælum hefur oft verið mætt með gjammi og glefsum. Þeir varðhundar hafa þó lítil áhrif á heildarmyndina. Listamenn þurfa ekki að matreiða hugmyndir sínar þannig að þær renni vel ofan í hvaða hundskjaft sem er. Leiddu geltið hjá þér.
- Gamalt verk sem vesen var með kemur aftur til umræðu og svo virðist vera sem það komist þangað sem það á að vera. En það birtist kona, grönn, dökk yfirlitum, vel menntuð og gáfuð mjög, sem mun leggja dóm á hlutina. Hún er mjög hæf í sínu fagi og er fengin til að velja og hafna fyrir erlendan aðila.
- Haustið kemur sterkt inn, eða þegar aðeins er liðið á veturinn. Talan 11 tengist næstu skrefum og vonin drífur allt á VON, ESPOIR, HOPE, SPERANZA.
- Herakleitos minnir þó á sig. Birtist og sýnir okkur sína einu bók sem eitthvað hefur varðveist úr. Hann geymdi hana í Artemisarhofinu í Efesos. Herakleitos hélt því fram að flestir væru sofandi í sínum eigin heimi. Ef við vöknum af þessum svefni gætum við hugsanlega nálgast einhvern raunverulegan sannleika um tilveruna.
- Gleði birtist hér með fólki sem kemur og ánægja með Ég sé eldri konu með staf og dótturdóttur hennar. Þær eru skemmtilegur félagsskapur en ekki það sem vonast var eftir. Vinur kemur með fallegan félaga með sér. Afbrýðisemi gerir vart við sig. Eugène Ionesco: „Aðeins hið skammvinna endist.“
- Nei, en einhver að norðan kemur við sögu og læknir hefur samband.
- Ríkismiðlarnir rækta menningarhlutverk sitt.
Veröldin tjáir sig með mynstrum. Allt er stöðugt að breytast. Er einhver fegurð í núverandi stöðu, í óreiðunni? Ef horft er til baka má sjá hvað hefur breyst og hvaða mynstur leiddu hingað. Hvaða áhrif hefur einstaklingurinn á stöðuna? Horfðu inn á við, þá muntu sjá það sem alltaf hefur verið hulið. Það var þarna allan tímann. Samviska, hugmyndir, umbreyting og heilun. Kali birtist aftur til að kveðja, í kringum hana hringsnúast dansarar. Smágerðar bjöllur um ökkla þeirra undirleikurinn. Til þess að eitthvað nýtt geti átt sér stað þarf að ryðja úr vegi því sem fyrir er.
Ágústa Sigurfinnsdóttir, spámiðill
//
Let the Bloody Revolution Live
- Kali is the first thing that appears above the exhibition and the opening on 30 March. Kali (Sanskrit: काली, Bengali: কালী, Kālī), also known as Kalika (Bengali: কালিকা, Kālikā) is a Hindu goddess and represents the eternal energy of the universe. The name Kali means “black” but has also taken on the meaning “force of time” (kala). Kali is the goddess of time, death and transformation. Kali is most often depicted as a dark and vicious monster and in many cases thought to represent total destruction. Complex Tantric studies within Hinduism have broadened its definition, even to the point of considering Kali “the finite reality” or Brahman. Kali has sometimes been worshipped as Bhavatarini or literally as the universal saviour.
- The numbers 3, 6, 9 appear strong, they can be interpreted as either the number of works or those who leave. Their sum is 18 and thus the final outcome is 9. Work no. 9 sticks out especially. The mask is therefore strong, it can be found in works 6 and 9.
- Three will become expectant, two offended and one excited. He buys. In a ring, the final point can also mark its start. Is this the end of something and a start of something else?
- But you’ll receive a message, a letter or a phone call about the works from someone who’s connected to them. Somebody drops a glass. In the closer left corner when entering the hall.
- This will have considerable effect. Double-edged. Positive. Some will be surprised and stare. It is a known fact that dogs bark at what they do not know. Many people have a watchdog in their head which warns them against possible danger, such as new ideas. Novelty has often been met with barking and biting. However, these watchdogs have very little effect on the overall view. Artists don’t have to prepare their ideas to suit the appetite of every starving dog. Ignore the barking.
- An old work, which always gave problems, props up in the discussion, it would appear that it finally gets where it’s supposed to be. A woman appears, slim and dark, well-educated and intelligent, she will evaluate things. She is very good at what she does and has been employed by a foreign party to choose and decline.
- The autumn is prominent, or the time just into winter. The next steps are connected to the number 11, hope drives everything. HOPE, ESPOIR, VON, SPERANZA.
- Heraclitos does make an appearance. He shows up to present to us his only book which has been preserved. He kept it in the Artemis Temple in Ephesus. Heraclitos claimed that most people were asleep in their own world. If we ever awoke from this sleep, we might possibly approach some sort of real truth about our existence.
- Joy appears in the people who come, and happiness with the guests. I see an older woman with a stick, and her granddaughter. They are fun to be with, but not the people we hoped for. A friend brings a beautiful companion. Jealousy rears its head. Eugène Ionesco: “Only the ephemeral is of lasting value.”
- No, but someone from the north is involved and a doctor gets in touch.
- The state-run media attends to their cultural duties.
The world expresses itself in patterns. Everything is constantly changing. Is there any beauty in the present situation, in the chaos? Looking back, it can be seen what has changed and which patterns led us here. What can the individual do to influence matters? Look inward, then you will see what’s always been hidden. It was there all along. Conscience, ideas, transformation and holistic treatment. Kali reappears to say goodbye, she is surrounded by dancers. Small bells around their ankles provide the accompaniment. For new things to happen, old things must be pushed aside.
Ágústa Sigurfinnsdóttir, clairvoyant