Kortlagning lands
Litir, efni og jörð í verkum Hildar Bjarnadóttur
Það er eitthvað afar kunnuglegt og nærtækt við verk Hildar Bjarnadóttur. Mismunandi litir dúkar, sumir einlitir aðrir með litaröndum. Áferðin og munstrið í efninu biður nánast um að það sé þreifað á því til að finna hvernig efnið lætur í hendi. Allir eru dúkarnir einfaldir í sniði og með því að stilla þeim upp á vegg, virka þeir eins og málverk. Yfirlætislausir dúkar sem dylja þá miklu einbeitingu og íhugun sem liggur að baki gerð þeirra.
Hildur vinnur verk sín frá grunni í næsta bókstaflegum og efnislegum skilningi. Grunnefnin sem hún vinnur með er garn úr hör og ull eða silkiefni. Dúkarnir eru ofnir og silkið litað. Að einu leyti hefur Hildur gengið lengra en jafnvel sérhæfðustu handverksmenn. Í sumum verka sinna, sem má eiginlega kalla rannsóknarverkefni því þau fela í sér talsverða tilraunastarfsemi og þróunarvinnu, hefur hún unnið sín eigin litarefni úr náttúrunni. Safnað jurtum, soðið þær niður og dregið úr þeim safa sem er uppistaðan í litarefni sem hún notar til að lita garnið. Það er varla hægt að hugsa sér að mögulegt sé aðkomast nær uppruna málverksins en að vefa dúkinn og lita hann með eigin litarefnum.
Efnið í litina sækir Hildur í tveggja hektara landareign sína, Þúfugarða, sem er að finna í Flóanum fyrir austan Selfoss. Á þeirri landspildu hefur hún á kerfisbundinn hátt skráð, ljósmyndað og safnað jurtum sem vaxa þar villtar, svo sem hvönn, gulvíði og mjaðjurt, og unnið úr þeim litarefnið sem notað er í verkunum á sýningunni. Verkin, sem eru unnin úr silki, eru lituð með efni úr einni jurt. Dúkarnir, sem gerðir eru úr hör og ull, eru marglitir og ofnir að hluta til með garni lituðu með jurtalitum og að hluta til með akrýllitum. Í þeim mætast náttúrulegir litir sem hún hefur sjálf unnið á eigin jörð og tilbúnir, fjöldaframleiddir gervilitir sem tilheyra tækniveröld nútímans. Af lýsingunni mætti ráða að stefnumót svo ólíkra heima hlyti að leiða til ósamlyndis og misvægis. Þvert á móti fléttast saman litir af gjörólíkum uppruna og skapa litatóna sem eru í eðlilegu jafnvægi og sátt.
Nútímalistin er reist á ákveðinni aðgreiningu milli fagurlista, eins og málaralistar og skúlptúrlistar, og nytjalista, svonefndar handverks- og hönnunargreinar sem fela í sér nytsamlega iðju, eins og vefnað og útsaum. Hildur leysir upp þessi skil með því að gera aðferðir nytjalistarinnar að aðferðum málaralistarinnar. Það má kalla þessi verk ofin málverk, þar sem grundvallargerð málverksins er óaðskiljanleg frá hefðbundnum aðferðum vefnaðar, eins og hann hefur verið stundaður af handverksfólki hér á landi sem annars staðar öld fram af öld.
Hildur byrjar ekki með auðan strigann eða dúkinn sem byrjunarreit og grunnflöt málverksins. Grunnflöturinn sjálfur hefur verið leystur í sundur og settur saman að nýju, áminning um að hinar frjálsu listir, fagurlistirnar, eru reistar á vinnu þeirra sem voru aldrei fyllilega metnir að verðleikum, af kunnáttu og þjálfun handverksfólks og iðnaðarmanna. Í þeirri virðingarröð hafa hannyrðir ekki verið hátt skrifaðar.
Innbyggt inni í formgerð myndflatarins er ákveðin tvíræðni. Einlitur grunnflöturinn fær nýja merkingu með því munstri sem verður til með ólíkum aðferðum við að vefa og hekla saman þræðina. Í marglitu munstri úr lóðréttum og láréttum ræmum má ýmist sjá litríka og heimilislega dúka eða strangflatarmálverk. Hinn kunnuglegi köflótti borðdúkur, sem á stundum hefur fengið að gægjast fram í kyrralífsmálverkum franskra kúbista og íslenskra abstraktmálara, stígur hér fram á sviðið og fær sjálfstætt líf. Hlutverkunum er snúið við og okkur er boðið að skoða abstrakt málverkið í köflótta dúknum, en ekki köflótta dúkinn í abstraktmálverkinu.
Hið markverða við verk Hildar er hvernig hún dregur fram hið margbrotna samband litar, efnis og jarðar. Í heimi okkar nútímamanna lifa litir náttúrunnar í stöðugu og nánu sambýli við tæknivædd kerfi lita sem umkringja okkur. Náttúrulegir litir hafa farið halloka fyrir gervilitum og þeim endalausu möguleikum sem tæknivædd framleiðsla á litum býður upp á. Samband litar og efnis í verkum Hildar er sérstaklega áberandi og sterkt því það varðar tilurð þeirra og merkingu. Jörðin verður sýnileg í gegnum liti, ekki litlaus heimur tækninnar heldur sú mennska jörð sem við tilheyrum. Hildur afmarkar sig við lífræna liti, kreistir safann úr yfirborði þess jarðargróðurs sem þrífst í sólarljósinu, enda má skynja í verkum hennar samhygð með hinni lífvænlegu jörð sem nærir ekki aðeins gróður heldur menn og skepnur. Liturinn er annað og meira en hughrif af landi, hér er hann leifar landsins í samþjöppuðu og þurrkuðu formi.
Fyrir listamönnum eru litir efnisleg gæði. Á svipaðan hátt og gifs og marmari og pappír og blýantur. Í verkum Hildar eru litir ekki aðeins efnisleg gæði, þeir eru landgæði. Litarefnið gegnir því hlutverki að vera bæði í senn sjónræn og efnisleg tenging við landið þar sem jurtirnar vaxa. Kortlagning lands með litum. Þetta er svolítið annar hugsunarháttur en að líta á lit sem tæknilegan þátt í framleiðslu verka eða sem vöru sem hægt er að velja af katalóg eða listaspjaldi. Okkar tími er ef til vill fordekraður af ofgnótt gervilita sem hafa fjarlægst uppruna sinn og jarðveg. Ef svo er þá er það hvergi nema í höndum listamanna að finna þessa lind aftur.
Gunnar J. Árnason
(Greinin er úrdráttur úr grein sem má finna í heild hér)
////
Mapping a Piece of Land
Color, Material, and Earth in the Work of Hildur Bjarnadóttir
There is something very familiar and immediate in the work of Hildur Bjarnadóttir. Varicolored cloths, in solid colors or checked. The texture and weave all but ask us to touch, to feel how the fabric handles. Cut in simple shapes and arranged on the wall, the cloths all come across as paintings. Unassuming canvasses veiling the great concentration and thought that went into their making.
Hildur Bjarnadóttir creates her works from the ground up in an almost literal physical sense. Her raw materials are linen and wool yarns and silk fabric. She weaves the linen and wool and dyes the silk. In one respect she has gone further than even the most dedicated craftspersons. For some of her works, which may truly be called investigations given the research and experiment involved, she has made her own natural dyes—gathered the plants, boiled them down, and extracted their juice as the basis of dyes for use in coloring her yarns. It is scarcely possible to imagine getting closer to the origin of a painting than to weave the canvas and color it with one’s own dyes.
Hildur Bjarnadóttir gathers the material for her dyes at •úfugar•ar, her five-acre landholding in the Flói area, east of Selfoss. She has systematically recorded, photographed, and collected the wild plants growing on her plot of land, such as angelica, tea-leaved willow, and meadowsweet, and made from them the dyes used in the works displayed here. The works in silk are dyed in extracts of single plants. The linen and wool cloths are multicolored and woven from yarns colored partly with herbal dyes and partly with acrylic paints. They combine natural dyes, which Bjarnadóttir has handmade on her own land, with ready-made, mass-produced synthetic pigments from the realm of modern technology. From this description one might guess that the encounter of two such different worlds would lead to dissonance and conflict. On the contrary these colors of unlike derivation entwine to create color-tones that easily balance and agree.
Modern art is built on a clear separation between fine arts such as painting and sculpture and applied arts, the so-called craft and design fields, which involve useful activities such as weaving and embroidery. Hildur Bjarnadóttir dissolves this boundary by turning applied-art techniques into methods of painting. These works may be termed woven paintings, as the basic form of each is inseparable from traditional textile methods practiced by people in Iceland and elsewhere for centuries.
Bjarnadóttir does not begin with the empty canvas or cloth as the starting point and ground of a painting. The ground itself has been taken apart and put back together, as a reminder that the free, fine arts rest on the work of those never valued at full worth, the skill and training of craftspersons and industrial workers. Women’s crafts have not been placed high in art´s ranks of honor.
A certain ambiguity resides in the composition of the picture surface. The monochrome ground gains new meaning through the patterns resulting from different methods of weaving and crocheting threads. A multicolored pattern of vertical and horizontal bands may be seen as either a colorful table linen or a geometrical-abstract painting. The familiar checked tablecloth that is sometimes allowed to peep from the still-lifes of French Cubists or Icelandic abstract painters here takes center-stage and assumes independent life. The roles are reversed. We are invited to view an abstract painting in a checked cloth, not a checked cloth in an abstract painting.
Hildur Bjarnadóttir’s work is remarkable for the way it evokes the complex relationship between color, material, and earth. In our modern world natural colors live in constant close quarters with the synthetic color-systems that surround us. Natural colors have lost ground to synthetic colors and the endless possibilities that technologized color-production offers. The relation of color to material is particularly striking and strong in these woven paintings because it has to do with their origin and meaning. These colors manifest the earth, not the colorless world of technology but the mortal earth we belong to. Bjarnadóttir limits herself to organic colors, crushes the essence from that surface of earthly flora that thrives in sunshine, and indeed her works reveal a sympathy with the life-supporting earth that nourishes not only vegetation but man and beast. Here color is something more than an impression of the countryside; it is a relic of the land in condensed and dried form.
For artists, pigments are material resources just as plaster, marble, paper, and pencil are. In Hildur Bjarnadóttir’s work colors are not merely material resources but benefits of the land. Dye functions as both a visual and physical conduit to the land where the plants grow. It maps the land with color. This is quite removed from the view of color as a technical aspect of executing an artwork or as a product to be chosen from a catalogue or palette. Our age is perhaps jaded by the glut of synthetic colors that have strayed far from their origins and soils. If so, it rests solely in the hands of artists to rediscover the source.
Gunnar J. Árnason, (Translated by Sarah Brownsberger).
(This article is part of an essay that may be read in full in Icelandic her)