Vatnið finnur sér alltaf leið
Í upphafi var vatnið og vatnið var hjá Gyðjunni og vatnið var hún. Og orðið var vatn því allt þarf vatn til að geta orðið. Gyðjan var til í öllum trúarbrögðum heimsins, meira að segja í kristninni í formi Maríu þar til henni var úthýst eftir að Martin Lúther negld yfirlýsingu á kirkjudyr. En jafnvel þá fann hún sér farveg, því vatnið finnur sér alltaf leið, og nú kemur hún upp á yfirborðið að nýju, Aqua María, gyðjan bláa og hvíta, baráttukonan sem endurheimtir tjánin guna og endurskilgreinir orðið. Eins og vatnið er gyðjan í mörgum formum, hún er köld og þétt og ósvegjanleg, hún er heit og létt og rjúkandi, hún er blaut og flæðandi, eyðandi og æðandi. Og hreinsandi.
Um veröld víða á sér nú stað hreinsun. Milljónir kvenna hafa risið upp og neytt heiminn til að horfast í augu við það misrétti og ofbeldi sem þær eru beittar og þær boða breytingar. #Metoo byrjaði sem dropi á internetið en varð bylgja, alda sem ekki sér fyrir endann á. Konur sendu frá sér sögur sínar og skiluðu í heimahús gerandans. Og þar hriktir í stoðum.
Feministinn, aktivistinn og ljóðskáldið Audre Lorde sagði: „Þú getur ekki tekið sundur hús meistarans með vekfærum meistarans.“ Tungumálið og rökhyggjan eru tól meistarans, tólin sem hafa verið notuð til að þagga niður í okkur, til að frjóvga kvið okkar eða huga, jafnvel gegn vilja okkar eða að okkur forspurðum, til að setja skorður. Við rökræðum ekki tilfinningar, við rökvæðum ekki upplifun. Við þurfum önnur tól, fleiri tól, okkar tól. Við þurfum að nýta flæðið en ekki hörkuna, sköpunina en ekki reglurnar. Því reglurnar voru aldrei samdar fyrir vatnið heldur til að stífla, koma því í þægilegan farveg, nýta auð þess í þágu einhvers annars. Og eins og náttúran, móðirin sjálf, fengum við ekki að vera til í okkar þágu heldur til að nýtast, framleiða, þjóna. En ekki lengur. Orðið er vatn og vatnið er listin og flæðir.
Líkaminn á tvær leiðir til að tjá sig með vatni: tár og piss. Tárin eru hin fagra hreinsun sálarinnar en tákna einnig valdleysi, bugun, fegurð uppgjafarinnar. Perlur af hafsbotni eru sölt, steingerð tár, þær greypa í sig allan harminn sem borinn var í hljóði, allar sögurnar sem aldrei mátti segja, þögla tjáningu hinna orðlausu. Piss er hin bannhelga hreinsun líkamans, það er hættulegt, það lyktar. Í náttúrunni er það notað sem sjálfstjáning, merking, tilvistarstaðsetning, ég er til, ég er hér, ég pissaði! Þessa bönnuðu tjáningu og hina fögru hreinsun endurheimtir Aqua María, í perlum og pissi.
Orðin hafa haft yfirhöndina svo lengi, sögur eins og sagan af boðun Maríu sem svo lengi var saga af því að vera útvalin í augum Guðs en við sjáum nú að er sagan af því hvernig líkami konu er tekinn af henni undir þarfir annarra, ekki falleg saga heldur ljót, eins og allar #metoo sögurnar af því hvernig líkamar og verund kvenna er smættuð niður í þarfir annarra.
Aqua María segir þessu lokið og kominn tími á nýjan sannleika, nýjar sögur, svo notuð séu orð Elísabetar Jökulsdóttur, skáldkonu:
„það má ekkert, maður biður um leyfi fyrir öllu;
Má ég sýna þér hvað ég var að skrifa.
má ég fá tannkremið, má ég fá mjólkina,
má ég knúsa þig, má ég fá lánaða húfuna þína.“
Aqua María skilar skömminni og upphefur samþykkið, hún er bláklædd en að þessu sinni í lit vatnsins en ekki himinsins, hin austræna blæja mætir hinu vestræna deri, því hún er allra staða og okkar tíma, hún er ekki klædd til kyrrsetu heldur baráttu, hún hefur verkfærapokann með sínum eigin hamri og nöglum, hún ber ekki að dyrum á húsi meistarans heldur neglir! Á veggina í húsi mestarans neglir hún sitt manifestó eins og Lúter gerði þegar hann útilokaði guðdóm hennar með því að negla yfirlýsingu í kirkjudyr, og það er ritað með bönnuðu og vanhelgu vatni úr hennar eigin líkama, ritað með því sem hún þarf að skila og því sem hún þarf að eignast. Hún er Vatnsberinn og nú er upp runnin hennar öld. Eins og segir í Nýjasta testamentinu: „Í krafti þess vatns sem bærist innra með okkur, í krafti alls vatns á á jörðinni, í krafti alls þess sem ekki hefur haft rödd en lætur nú í sér heyra, hefur hátt: skilum við skömminni… Finnum okkar innri kraft, finnum okkar samhljóm, finnum okkar innri perlu.“ Baráttan er rétt að byrja og vatnið finnur alltaf sinn veg.
Brynhildur Björnsdóttir, fjölmiðlakona og feministi
//
Water always finds its way
In the beginning there was water and the water was with the Goddess and it was she. And the word was water because everything needs water to become. The Goddess was present in all religions of the world, even Christianity where she was worshipped in the shape of Mary until she was cast out after Martin Luther nailed a declaration on a church door. But even then she found a way, because water always finds a way, and now she resurfaces, Aqua Maria, the blue and white goddess, the fighting woman who reclaims expression and redefines words. Like water the Goddess comes in many shapes and forms, she is cold and firm and unyielding, she is hot and light and steaming, she is wet and flowing, destroying and cascading. And cleansing.
All over the world a cleansing is taking place. Millions of women have stood up and forced the world to see the injustice and violence that they have had to suffer and they declare change. #metoo started as a drop on the internet but became a wave that we do not see the end of. Women sent their stories back to the home of the perpetrator. And its foundations are shaking.
The feminist, activist and poet Audre Lorde once said: “You cant dismantle the masters house with the masters tools.” Language and logic are the tools of the master, the tools that have been used to silence us, to fertilize our wombs and minds, even against our will or without our consent, to restrict. We can´t discuss feelings, we can´t discuss experience. We need more tools, other tools, our tools. We need to use the flow but not the harshness, the creation but not the rules. Because the rules were never made for the water but against it, to stifle, make its bed, use its wealth for something else. And like nature, the mother herself, we could not exist for ourselves but for use, produce, servitude. But no longer. The word is water and water is art and it flows.
The body has two ways in which to express itself with water: tears and piss. The tears are the beautiful cleansing of the soul but they also represent powerlessness and the beauty of surrender. Pearls are made at the bottom of the sea and are salty, fossilised tears, they engrave the sorrow and pain that was carried in silence, all the stories that never could be told, the silent expression of the speechless. Piss is the taboo cleansing of the body, it is dangerous, it stinks. In nature it is used as self expression, meaning, existential placement: I exist, I am here, I peed!
This forbidden expression and this beautiful cleansing Aqua Maria reclaims in pearls and piss.
Words have had the upper hand for so long, stories like the tale of when the angel came to Mary that for so long was a tale of being chosen by God but now we see the story of how a woman´s body was taken from her to serve the needs of others, not a pretty story but an ugly one, just like all the #metoo stories of how women´s bodies and beings are distilled into the needs of others.
Aqua María declares this to be over, it is time for a new truth, new tales. To put it in the words of the poetess Elísabet Jökulsdóttir:
“Nothing is permitted, you ask permission for everything.
Can I show you what I was writing
can I have the toothpaste, can I have the milk,
can I give you a hug, can I borrow your hat.”
Aqua María delivers the shame and lifts up the consent, she wears blue but this time it is the blue of water, not of sky, the eastern veil meets the western cap because she is of all places and our time, she is not dressed for sitting but for fighting, she has her tool sack with her own hammer and nails, she doesn´t knock on the masters doors, she nails! On the walls of the masters house she nails her manifesto like Luther did when he excommunicated her divinity by nailing a declaration on a church door. Her manifesto is written with forbidden and desecrated water from her own body, written with what she has to deliver and what she has to gain. She carries the water, and her time has come, the age of Aquarius. As is said in the Newest Testament. “By the power of the water that moves inside us, by the power of all water on earth, by the power of everything that never had a voice but is now loud and heard, we give back the shame… Let us find our inner power, our harmony, our inner pearl.” The battle is just starting and water always finds its way.
Brynhildur Björnsdóttir, reporter and feminist