Orðinn hlutur
Við höfum áhuga á orðnum hlut. Því sem getur sýnt fram á að við erum til. Áhugi mannsins á manninum er skiljanlega óseðjandi. Ekkert fær mannskepnuna til að glenna upp augun eins og spurningar um tilvistina. Hugur mannsins er sem heltekinn af tveimur ósamrýmanlegum þrám; eftir staðfestingu og, í jöfnu hlutfalli, nýjum spurningum. Yfir meintri framþróun hangir efinn eins og skínandi blað fallöxinnar eða visinn mistilteinn. Eigum við að óttast eða kyssast? Við gerum hvort tveggja til öryggis og til að sætta flöktandi sjálfið.
Lífið er eitt endurkast skynjunar af öðru, magnað upp af furðunni yfir fyrirbærinu skynjun. Sú furða er kjarni vitundarinnar. Við erum streymandi kerfi í straumi, uppfull af tilraunum til að túlka okkur – og virðast – sem fast efni á stöðugum, skilgreindum fleti. Við viljum hreinar línur milli ólíkra þátta; afmörkuð svæði með augljósan tilgang. Við viljum það yfirbragð; hólfaskiptan, taminn og hlýðinn glundroða í takmörkuðu upplagi. Við viljum sjá þekkingu og staðfestu. Við viljum sjá vald.
Orðinn hlut er aðeins hægt að beita valdi. Við drepum hann með athyglinni. Við látum eins og hann hafi haft skýrt form og ákveðna eiginleika. Andspænis orðnum hlut eygir maðurinn þá von að geta sigrast á sjálfum sér; krufið tilveruna eða neglt upp á vegg og gefið merkingu. Sú von er smyrlingur í sjálfri sér; á ekkert skylt við lífið nema sem lýsing á brjálsemi og takmörkum hins hugsandi manns.
Myndirnar sem Davíð sýnir nú má segja að lýsi þessu. Þó eru þær annars eðlis: Þær eru að gerast.
Pétur Már Gunnarsson
////
A Done Thing
We are interested in the done thing; that which can verify our being. Man’s interest in man is understandably insatiable. Nothing makes man as curious as questions about our existence. Our minds are almost obsessed with two conflicting desires; affirmation and, equally, new questions. Our alleged progress is marred by the doubt which hangs over our heads like the shining blade of the guillotine or a withered mistletoe. Should we fret or should we kiss? To be on the safe side, and to appease our unstable self, we do both.
Life is one reflection of perception after another, amplified by our wonder at the perception phenomenon. This wonder is the core of our awareness. We are a system, rushing in the flow, constantly trying to interpret us – and seeming – as solid material on a steady, well-defined ground. We want clear lines between different parts, defined areas with an obvious purpose. We want the appearance of clear-cut, trained and obedient chaos in limited amounts. We want to see knowledge and confirmation. We want to see power.
The done thing can only be forced. Our attention kills it. We pretend that it had a clear form and particular characteristics. Faced with the done thing, we glimpse a hope of being able to conquer ourselves, understand our existence or hang it up on the wall and assign meaning to it. This hope is in itself mummified, it bears no relation to life except as a description of insanity and the limits of the thinking man. You might say that the images which Davíð is exhibiting describe this.
However, they are different in nature: They are happening.
Pétur Már Gunnarsson