Rumors of Being
Þegar ég sá myndina á skjánum fannst mér ég horfa í spegil, fyrir einhverja ótrúlega tilviljun vorum við í eins fötum og með sömu hárgreiðslu. Við vorum meira að segja með eintak af sömu bók*, Penguin Classic frá síðastliðnum áratug, endurútgáfa af ensku þýðingunni frá 1964 (upprunalega gefin út á frönsku 1958). Þegar hún sagði mér að fletta upp á tiltekinni síðu fann ég ljóð eftir skáldið** sem ég þekkti náið og hafði meira að segja skrifað honum tölvupóst (hann er dáinn) þegar ég var að skrifa lokaritgerð mína um hann tveimur árum áður, en það vissi hún ekki. Ljóðið fjallaði um „Skuggageiminn“ og í þríleik huga okkar á því augnabliki skildum við að „…maður getur ekki ímyndað sér hve hræðilegur og öfugsnúinn hinn raunverulegi geimur er.“ Þetta var sama hárnákvæma skarpskyggnin á „drynjanda“ geimsins og lágvært suðið sem það gefur frá sér þrátt fyrir allar drunurnar … Ég vissi að hún vissi að hann vissi og einhvern veginn vissi hún líka að hann vissi.
Þetta hafði verið afar erfiður mánudagur. Samstarfsmaður minn heldur ekki skrá yfir það sem gera þarf svo að ég er aldrei viss um hvað hann man – það veldur miklum ruglingi. Ég stóð á öndinni þegar ég settist við skrifborðið mitt. Þráðlausa netið í íbúðinni minni var ekki mjög gott og myndin var alltaf að frjósa. Við ákváðum að skipta yfir í 4G fyrir símana okkar til að fá betra samband. Ég hengdi símann, sem var með litlum áföstum krók, á skjáinn á fartölvunni minni, fyrir framan myndavélarlinsuna sem flest skynsamt fólk setur límmiða yfir þegar hún er ekki í notkun. Við mér blöstu skyndilega þrír rammar: Síminn, fartölvan og glugginn sem rammaði næturhimininn inn í bakgrunninum. Ég skrifaði „síminn á tölvunni fyrir framan gluggann“ og teiknaði litla skýringarmynd af því og auga með löngum augnhárum.
Á móti skrifborðinu mínu var spegill sem tyllt hafði verið á sófa og hallaðist upp að veggnum. Þegar ég horfði á hann úr skrifborðsstólnum mínum sá ég efsta hlutann af enninu á mér og ekkert fleira – ég veit ekki af hverju ég færði spegilinn aldrei úr þessari skrítnu stöðu. Ég sá ekki einu sinni augun í mér. Spegillinn átti eftir að leika stórt hlutverk í samræðunum. Við ræddum hvað bækur geta haft ofboðslega mikil áhrif á líðan okkar og að áður en við vitum af séum við orðin full spennu og kvíða, endurspeglum líðan sögupersóna í bókinni sem við höfum sökkt okkur niður í. Við verðum að passa hvað við lesum, ályktuðum við. Ég sagði henni frá bók sem ég hafði nýlokið við sem vann einhver verðlaun í Frakklandi. Höfundurinn skrifar um sjálfa sig að skrifa um leikkonuna sem var að leika hana og leikstýra myndinni, sinni einu mynd. Þessi bók var mjög rómuð upp úr 1970. Ég sendi henni tölvupóst með útdrætti úr bókinni frá Paris Review eftir að við töluðum saman.
Ég sagði henni að stundum vissi ég, sem höfundur, ekki hver var að skrifa um hvern og af hverju ég ætti yfirhöfuð að segja nokkur; hvað er þess virði að skrifa um – hver er ég að ákveða það? Hver er ég í mínum augum og svo framvegis og svo framvegis – það var miklu auðveldara að klippa saman rödd í einhvers konar „texta“ settan saman úr ýmsum, ólíkum áttum. Hún sagði að sér liði svipað en meira eins og hún hefði ekkert stórkostlegt að segja um vinnu sína – hún væri bara einhvers konar lýsing, speglun, og tilraun til að standa ekki í vegi fyrir því sem væri þarna fyrir. Fyrir mér var þetta einskær hrifning á myndinni og því hvernig hún er sett saman, næstum eins og hús, eða líklega er nákvæmara að segja bókstaflega eins og hús í byggingu. Þetta virtist vera leyndarmálið sem hún var að reyna að sýna okkur öllum. Hún sagði mér hvernig hún hefði verið að sýna einhverjum mynd í símanum sínum og viljað sýna þeim bakhliðina á myndinni og snúið símanum sínum við til að gera það. „Ég læt ekki myndina blekkja mig,“ sagði hún, „en ég er hálfgerður klaufi.“
Stórkostlegt! Myndin er endalaus! Geturðu haldið á henni? Það er punktur þar sem þú getur haldið á henni, ef þú lítur nógu létt á hana, ef augnaráð þitt er skýrt, ef þú ert til í að rannsaka þetta aðeins; með því að horfa í alvöru verða til alvöru glappaskot sem hægt er að snerta.
Ég velti því fyrir mér hvernig beita má klippitækni á uppbyggingu heimsins í kringum mann til að skapa hann og hjálpa honum að vaxa – með henni verða til miklu fleiri brúnir sem snertast, betra grip, meiri áferð, meira yfirborð sem hlutir geta safnast á.
Tíminn er þáttur, tíminn er komma. Ljósmyndun er komma, hjarir sem opnast að hvísli óljóss orðróms um verund, sögð vera bergmál af einhverju, lýsing á ljósmynd sem finnst ekki frekar en ruglingslegt suð.
Þekkir þú bókina um leyndardóma stafrófsins?
Að lokum ályktaði ég (og leit út eins og læknir að sjúkdómsgreina, sagði hún) að ég myndi skrifa um sjálfa mig að skrifa um myndir, eins og ljósmyndari orða. Það er möguleg leið til að endurspegla hvernig hún notar ljósmyndun, leyfir myndinni að tala eins og efnisgrein. En hér er ekki um það að ræða að „leyfa“ eitt eða neitt – þetta er nákvæmlega útreiknað verk slæpingja sem gerir hárfínar tilraunir undir yfirborði sem er ósýnilegt okkur sem göngum framhjá.
„Óheflað vinnusiðferði sem leiðir til látlausrar göfgi!“ er vinnusiðferði hins nýja iðjuleysingja sem flumbrast í gegnum söfnin og veit allan tímann að útreikningarnir eru afsökun fyrir flumbruganginum.
Það er húð á myndinni, gróf áferð sem myndefnið festist við, eins og óglerjuð, fjöldaframleidd flís, óglerjuð og kærir sig kollótta, eins og sútunarverkstæðið í Marokkó, ferðamannastaður, eftirlíking af því hvernig þetta var einu sinni gert, endurskapað til að myndir af framleiddum raunveruleika megi berast um allan heim.
Yfirheyrslu myndarinnar var lokið.
* The Poetics of Space eftir Gaston Bachelard
** Henri Michaux
*** Dan Marre via Amy Sillman
Erin Honeycutt
//////
When I saw the image on the monitor, I thought it was a mirror; miraculously, we were wearing the same garments and hairstyle. We even had the same copy of a book*, a Penguin Classic published in the last decade, a reprint of the English translation published in 1964 (the original was published in French in 1958). When she told me to turn to a certain page, I found a poem by the poet** whom I knew intimately and had even written emails to (he is dead) while writing my thesis about him two years ago, unbeknownst to her. The poem was about ‘Shade-Haunted Space’ and felt in the trilogy of our minds in that moment that we understood how “…you cannot even conceive the horrible inside-outside that real space is.” It was the same pinpoint precision of acuity towards the ‘roaringness’ of space and the little hum that it emits even with all that roaring… I knew that she knew that he knew and somehow she knew he knew, too.
It had been a very harried Monday. My colleague does not keep a datebook so I’m never sure what he remembers – it causes a lot of confusion. I was almost out of breath when I sat down at my desk. The wifi was not so good in my apartment and the frame continued to freeze. We decided to switch to the 4G from our cell phones for a more steady connection. I placed my cell phone with its little finger-holder hook on the screen of my laptop in front of the camera eye that most sensible people cover with a sticker when not in use. There in front of me was suddenly three frames: the cellphone, the laptop, and the window framing the night sky as a backdrop to it all. In my notes, I wrote ‘phone on the Mac in front of the window’ and then I drew a little diagram of it and a little eyeball with long eyelashes.
Across from my desk was a mirror resting on the back of a sofa and leaning against the wall. When gazing from my desk chair I could see the top of my forehead and that is all – I’m not sure why I never changed this odd positioning. I couldn’t even see my eyes. This mirror would play a major role later in the conversation. We discussed how books can affect our moods immensely and how, before we know it, we don’t even realise we’re tense or anxious at the world, reflecting the state of a character in the book whose inner world we have immersed ourselves. We have to be careful of our reading diet, we concluded. I told her about a book I had just read that won some prize in France. The author writes about herself writing about the actress who was playing herself while also directing the movie, her only movie. It got great reviews in the 1970s.
I told her I sometimes didn’t know as a writer who was writing who and why should I say anything; what’s worth writing about – who am I to say it? Who is me to me and so on and so on – it was much easier to collage a voice into some kind of ‘text’ pieced together from various sources and semblances. She said she felt similarly but more in the sense that she had no grand statement to say about her work – it was just a kind of commentary, a reflection, and a trying to get out of the way of what was already there. I saw it as a pure fascination with the image and how it is constructed, almost like a house, or more accurately, literally like a house in its construction. This seemed to be the secret she was trying to let us all in on. She told me how she was showing an image on her phone to someone and wanted to show them the backside of the image and she actually turned her phone over to show the backside of the image. “I’m not deceived by the image,” she said, “but then I’m just clumsy.”
Miraculous! The image is never-ending! Can you hold it in your hand? There is a pinpoint where you can hold it in your hand, if you look lightly enough, if your gaze is clear, if you’re willing to inspect it a bit; really looking makes real blunders that you can touch.I thought about how applying a collage technique to the construction of your world is generative and helps it grow – it makes so many more edges that can meet, more grip, more texture, more surface area for things to accumulate. The factor is time; time is a comma. Photography is a comma, a hinge towards being (the whisper of the first rumour of being, rumoured to be an echo of something, a description of a photograph that cannot be located like a confused hum.)
Do you know this book about the mysteries of the alphabet?
I concluded at the end (looking like a doctor with a prognosis, she said) that I would write about myself writing about images, like a photographer of words. A possible way to mirror the way she is using photography, letting the image talk like a paragraph. But there is no ‘letting’ here – it is the work of a very calculated flaneur making subtle experiments under the surface invisible to us passersby.
“Vulgarian work ethic leading to a non-dandy sublime!” is the work ethic of the new flaneur who bumbles along the archives, all the while knowing calculation is a pretence for bumbling. There is a skin to the image, the roughness on which the images sticks, like the unglazed tile, mass produced, unglazed and unfazed, like the tannery in Morocco, a tourist spectacle, a replica actually of how it used to be done, but recreated so that images of the production of realness could be spread around the world.
The interrogation of the image was complete.
* The Poetics of Space by Gaston Bachelard
**Henri Michaux
*** Dan Marre via Amy Sillman
Erin Honeycutt