Veðra von
málaði mýri úr fjarska
sóleyjar speglast í vatni
ég málaði blómin grá
vissi ekki hverju það sætti
það var einhvern vegin það rétta
og fegurðin ríkir samt enn
geng seinna í vatnsósa dalinn
í leit að fiski og fegurð
birkifetinn blessunarlega hopar
þurrkar og snjóþyngsli herja á víxl
bleikjan horfin
eitthvað hefur étið hana út á gaddinn
áin næstum dáin
en fegurðin ríkir enn
í bjartabæ brotnaði bryggjan í vetur
brimið klauf hana í tvennt
fimmhundruð ára falleg tré
fá ekki staðist vindinn og snjóinn
greinar frá miðöldum brotna og fúna
allt er á hverfanda hveli
fegurðin ríkir
og núna
veit ég hvaðan hann kemur
sá grái sem notaður var í blómin og brimið
Sigtryggur Bjarni Baldvinsson
////
I painted the swamp in the distance
Buttercups reflected in water
I painted the flowers grey
Without quite knowing why
It somehow felt right
And beauty still reigns
I later walk through the sodden valley
In search of fish and beauty
Argent and sable moths mercifully retreat
Dry spells alternating with heavy snow
the river trout has vanished
Something has eaten it out of the hard frost
The river almost dead
But beauty still reigns
In Brighton the pier broke this winter
Cleft in two by the surf
Beautiful five hundred year old trees
unable to withstand the wind and snow
Medieval branches snap and rot
It’s all vanishing
Beauty reigns
And now
I know where it comes from
The grey used in the flowers and surf
Sigtryggur Bjarni Baldvinsson (translation: Brian FitzGibbon).