Samræður Steingríms Eyfjörð
Fjórir áratugir eru langur tími í myndlist og á þeim tíma hefur Steingrímur Eyfjörð átt í samræðum við ýmsa strauma og stefnur, haldið sýningar og tekið þátt í samvinnuverkefnum, unnið með samtímann og söguna og velt fyrir sér lífinu og listinni. Verk hans snúast gjarnan um skynjun okkar, upplifun og skilning. Það er auðvitað ekki nýtt í myndlist – á einn eða annan hátt mætti segja að öll myndlist reyni að fjalla um þessi viðfangsefni – en sýningar Steingríms skera sig úr vegna þess að í þeim er alltaf varpað fram mörgum og stundum ósamrýmanlegum svörum við spurningunum. Hann veltir fyrir sér vandamálunum og leitast við að skoða þau frá ýmsum sjónarhornum. Oft leitar hann til annarra um álit, vitnar í aðra og hefur jafnvel fengið aðstoð miðla til að fá þátttakendur „að handan“ inn í samræðuna. Þegar þessi háttur er hafður á kemur í ljós að jafnvel hversdagslegir hlutir horfa ólíkt við eftir sjónarhorni hvers og eins. Stundum er jafnvel eins og alls ekki sé um sama hlutinn að ræða heldur eins konar safn af hugmyndum og missýnum, eða jafnvel misskilningi. Við sjáum það sem við viljum eða vonumst eftir að sjá og tilraunir okkar til að skilja veröldina leiða til endalausra rangtúlkana.
Þar er Steingrímur á heimavelli því það er einmitt þessi skapandi mistúlkun sem verður honum að efnivið í verk sín og sýningar. Pareidolia er fræðiheitið yfir það þegar við horfum á eitthvað sem við þekkjum ekki en þykjumst geta séð eitthvað kunnuglegt úr því. Þetta á t.d. við um það þegar við sjáum andlit í hrauni eða dýramyndir í skýjunum, en það getur líka þýtt að við lesum í flóknari þætti tilverunnar og sjáum í þeim aðeins skýrar línur hugmyndanna sem við vorum þegar sannfærð um. Pareidolia getur þannig verið saklaus leikur barna sem horfa á skýin en gamanið gránar þegar pareidolian fer að einkenna nálgun fólks við alvarlegri viðfangsefni, t.d. pólitík eða samfélagsmál.
Verk Steingríms Eyfjörð eru fyrst og fremst samtöl þar sem ólíkri reynslu og skoðunum er teflt fram og reynt að rekja í þeim þræðina. Viðfangsefnin koma úr ýmsum áttum, þræðirnir liggja víða og allt virðist eiga erindi í samtal Steingríms: Samfélagsmál, sálfræði, hindurvitni og hjávísindi, sögur, myndlist og bókmenntir. Þetta er díalektísk aðferð þar sem leitin að tengingum og skilningi er samkomulagsatriði milli ólíkra sjónarhorna frekar en að hún lúti einni röklegri reglu. Vinnsla og frágangur verkanna virðist líka vera samræða milli ólíkra leiða og miðla. Þótt texti í einhverri mynd hafi lengi verið gegnumgangandi hefur Steingrímur líka búið til skúlptúra af ýmsu tagi og innsetningar, unnið með teiknimyndaformið, og notað bæði ljósmyndir og vídeó. Sem gestir á sýningum Steingríms göngum við inn í samræðuna og tökum þátt í að opna hana eins og Steingrímur gerir sjálfur.
Jón Proppé
//
Steingrímur Eyfjörð’s Conversations
Four decades is a long time in the art world and that is how long Steingrímur Eyfjörð has engaged with a long stream of ideas and styles. He has held exhibitions and taken part in cooperative projects of various kinds, tackling subjects that range from the contemporary to the historical, presenting his thinking about life in general and art in particular. His work is about our perceptions, experiences and understanding. This is nothing new in art – one might even say that this is the primary concern of all artists – but Eyfjörð’s exhibitions stand somewhat apart because he insist on turning on always turning up many and often contradictory answers to every question. He thinks – and sometimes obsesses – on his subjects and tries to look at them from different perspectives. He often seeks and quotes the opinion of others, even engaging spirit mediums to canvass opinions from “beyond the veil”. With this research method we find that even the most ordinary things appear different depending on one’s perspective. Sometimes it is as if people are not seeing the same thing at all and reality recedes into a mess of ideas, misperceptions and misunderstandings. We see what we want to see or would like to see and our attempts to understand our world lead to endless misrepresentations.
This is where we find Eyfjörð on home ground; these creative misunderstandings are the material on which he build his artwork and exhibitions. Pareidolia is the academic term for looking at unfamiliar things but seeing something familiar. This can apply to our seeing faces in rock formations or animal shapes in the clouds but it can also mean that when we look at the more complicated problems of life and see only the clear-cut explanations that we were already convinced of. Pareidolia, then, can be the innocent fantasy of children looking up at the clouds but can become a much more serious matter when it comes to people’s approach to more serious subjects, such as political or social problems.
Steingrímur Eyfjörð presents his art as an ongoing conversations where different experiences and opinions clash and are explicated. The subjects can be gleaned from any available source and all seem to find a place in Eyfjörð’s discussion: Social issues, psychology, superstitions and pseudo-science, stories, art and literature. This is a dialectical method where the search for connections and understanding is a matter for discussion and eventual compromise between different perspectives, rather than being governed by a single, logical rule. The making and presentation of the works also seems to be a discussion between different approaches and media. While text has long played a major role, Eyfjörð has also made sculptures and installations, used illustrations and even cartoon formats, as well as both photography and video. As guests in his exhibitions we become part of this never-ending conversation.
Jón Proppé