(English below).
Staðir eru Hörpu Árnadóttur hugleiknir. Allir staðir eiga sína sögu, þeir eru breytingum háðir, það á jafnt við um landfræðilega og huglæga staði.
Fyrsta sprunguverk Hörpu Árnadóttur varð til fyrir tilviljun árið 1994 í vinnustofu hennar í Listaháskólanum Valand í Gautaborg þar sem hún var í framhaldsnámi í myndlist. Efniviðurinn sem hún notaðist við var lím og litaduft sem er aldagömul aðferð við að grunna striga. Lífrænt efnið tók að springa á striganum og því meira sem hún reyndi að lagfæra verkið þeim mun fleiri sprungur mynduðust. Hún hafði skapað aðstæður þar sem verkið braust sjálfkrafa fram, það átti sér eigið líf. Þar með hófst ferðalagið.
Stórir flekarnir minna á ísbreiðu sem springur, en næmni og tilfinning nær yfirhöndinni. Brotið fuglsegg, þar sem lífið er rétt að hefjast, kemur upp í hugann. Litatónarnir eru lágstemmdir en tónbilið er breitt. Hvít og gultóna litir mynda einstaka litapallettu.
Verkin tóku að þróast og grátónaverk bættust við flóruna þegar Harpa komst í kynni við nýjan efnivið sem á uppruna sinn í grennd við fæðingarstað hennar. Hún hóf að vinna með kalkþörungaduft sem unnið er úr kalkþörungum sem hafa vaxið á hafsbotni í Arnarfirði í þúsundir ára.
Ótal strokur mynda þétta lagskipta áferð, athyglin beinist þó fremur að staðnum, jafnvægið og friðurinn innan myndflatarins er það sem beislar hugann. Lífrænt ferðalag þar sem landslag staðarins myndast innan marka strigans og fegurðin í því smáa myndar yfirborð minninganna.
Málverk Hörpu Árnadóttur krefjast þess að áhorfandinn kafi dýpra, þau opna honum fegurð smáatriðanna og birtu ófullkomleikans. Verk hennar kalla fram hugsun um það sem býr undir yfirborðinu og hvísla söguna um staðinn.
Places are important to Harpa Árnadóttir. Every place has its history, they are mutable – and that is true of both geographical places and subjective ones.
Harpa Árnadóttir‘s first “crackle” painting was made by chance in 1994, in her studio at the Valand School of Fine Arts in Gothenburg, Sweden, where she was pursuing postgraduate studies. The material she was working with was glue and pigment, a traditional material for sizing canvases for painting. The organic substance started to form cracks on the canvas, and as she tried to put it right, it simply crackled more and more. She had created a situation in which the work spontaneously created itself. It had a life of its own. And that was the beginning of her journey.
The large pieces are reminiscent of the fissured surface of an ice field, but with a delicacy and sensitivity that evokes the broken shell of a bird’s egg, where life is just beginning. The hues are muted, but the range is large. Tones of white and yellow form a unique palette.
The works began to evolve, with the addition of shades of grey, when Harpa started using a new material that originates not far from where she was born: a powder of calcareous marine algae that have built up over thousands of years on sea floor in Arnarfjörður in the West Fjords.
The method uses many layers, in innumerable strokes, but attention is drawn above all to the place; and it is the equilibrium and peace within the picture plane that captures the mind. An organic journey, where the landscape of the place forms within the bounds of the canvas, and the beauty of the small forms a surface of memories.
Harpa Árnadóttir’s paintings compel the observer to delve more deeply – they open up to him/her the beauty of the small, and the light of imperfection. Her works evoke ideas of what lies beneath, and whisper the story of the place.
Margrét Áskelsdóttir
English translation Anna Yates