Forsenda þessara verka hófst í óljósri hugmynd, sem kalla mætti tilfinningu. Tilfinningu sem var allt í senn óræð, dimm og djúp. Tilfinningin tengist auðum fleti, einhvers konar prenti. Hvað liggur í hinu djúpa tómi?
Ég valdi að stækka upp einn myndhluta eða pixel úr ljósmynd af himninum. Hæglega mátti fara lengra, með því að notast við ljósmynd sem tekin var djúpt út í geim úr Hubble sjónaukanum.
Fyrir valinu varð þekkt mynd af vetrarbrautum eins og þær voru fyrir nokkrum milljörðum ára. Gamalt ljós, ljósið sem liggur á bakvið mynstrið og litina. Autt svæði á milli vetrarbrautanna sem stækkað hafði verið upp til að píra inn í svartan flöt í himinhvolfinu.
Verkefnið og tækin sem ég hafði buðu upp á hliðstæðu við rannsókn stjarnvísinda á hinum auða bletti. Valin voru örsmá svæði sem virtust auð og þysjað inn á milli pixlanna. Með notkun áhalda úr myndvinnsluforriti var hægt að auðkenna tiltekin svæði til að fá fram útlínur sem ekki hafði markað fyrir áður. Útmörk þessi voru síðan skerpt og mettuð, til að afmarka í þeim liti og formleysur.
Í fyrri hluta ferlisins voru settar takmarkandi reglur um notkun áhalda. Í seinni hluta ferlisins var bætt inn notkun á síum. Í einu verkanna var til að mynda notað áhald til litauka og mettunar, með það að markmiði að draga fram það sem þar lá ósýnilegt berum augum. Fjórar myndanna hafa dökkan grunn. Með því að fjarlægja dekkstu myndfletina raungerðust þær línur sem lágu undir fletinum og lýstust upp, líkt og vatn væri aðskilið frá jarðvegi til að mynda himinhvolf yfir sköpuninni.
Á þessum stað þurfti ekki að uppgötva atriði myndarinnar sem hlutlæg, þau voru vegna smæðar sinnar hluti sköpunarinnar en holdtekin í heimi skáldskaparins. Rýmið í alheiminum, nanórými pixlans – rafheimur tölvunnar og sköpun, fljótandi í örsmæð óvissunnar. Heimur hins ofursmáa þýðist ekki rannsókn. Óvissulögmálið ritskoðar niðurstöður þannig að ekkert tvennt verður kannað samtímis.
Óvissan var hér orðin þátttakandi í sköpuninni líkt og hún er miðlægur áhrifavaldur skammtafræðinnar. Harmleikur efnisheimsins er óumflýjanlegur, hann þekkir ekki og misles birtingu sína fyrir krafta sem eru honum eðlislægir. Verkfæri myndvinnslunnar höfðu lokið upp heimi sem lá samsíða þeim sjálfum. Heimur myndarinnar var fingrafar þeirra lögmála sem stuðluðu að hverfulleika sínum. Bakgrunnssuð lita og forma sem voru löngu horfin ofan í vefnað rúmsins.
Verkin voru niðurstaða úr sigurverki óvissunnar. Leitin og tíminn runnu saman við ljósið sem birtir þær, í tvívíðum fleti þar sem enginn tími líður. Ferðin inní tómarúmið var ferðin inní skáldskap óvissunnar. Á þessu andartaki varð ljósið og efnið til og ferðinni að grunnpixlanum lauk.
Samtal Daníels Magnússonar við listamanninn.
Synopsis
“Ég reyndi að vera opinn fyrir öllu sem gerðist og lét oft mistök og tilviljanir leiða mig áfram. Ég var undir niðri alltaf að vona að þessi verk yrðu geometrískar abstraksjónir, en kannski má greina þau í skala sem sýnir ferðalag frá harðlínu yfir í lífrænu. Á einhverjum stað fannst mér ég kominn nálægt sjálfri sköpuninni, þar sem heimur skáldskaparins er samsíða lögmálum raunheimsins. Mögulega fjalla verkin að einhverju leyti um mig sjálfan og þá leið sem ég valdi. Ferlið gerði kröfur um heilindi sem ég skynjaði mjög sterkt og reyndust eini valkosturinn. Ferð innfyrir ljóshvelið, í gegnum rafgasið, þar fór aðeins skáldskapurinn og viljinn í gegn. Ég sætti mig við að verkefnið sé klárað með þessum fimm myndum.”
//
The premise of this work lies in an extremely vague idea, more of a feeling, which was at the same time inscrutable, dark and deep.
This vague notion has to do with a blank surface, some sort of print. What lies down in this deep void? I decided to enlarge a part or a pixel of a photo of the sky. It was easy to take this further, by enlarging a part of a photo taken in deep space from the Hubble telescope, a well-known photo of galaxies the way they looked a few million years ago. An ancient light, the light behind the colours and patterns. A blank space in between the galaxies which has been blown up to peer into the blackness of the sky. The project, and the equipment at hand, offered a parallel to astronomical research of the blank space. Tiny areas, without any discernible forms, were picked and then zoomed in between the pixels. With the aid of photo editing tools it was possible to distinguish particular areas to elicit outlines where none had been visible before. These outlines were then sharpened and saturated, to define colours and shapes.
In the first half of the process, there were limiting rules regarding tool use. In the second half, filters were allowed. In one of the works a tool to enhance and saturate colour was used, with an aim of revealing what was invisible to the naked eye. Four of the images all have a very dark background. By removing the darkest areas the lines beneath it lit up and were realised, like water is separated from the ground to form the sky above the creation. At this point there was no longer a need to find the actual, objective item in the picture, because of their tiny size they were a part of the creation, embodied in a fictional world. The space in the universe, the nanospace within the pixel – the computer’s electronic world and creation, floating in the infinitesimal uncertainty.
The diminutive world doesn’t like research. The uncertainty principle censors the findings so that no two things can be explored at the same time. Here, the uncertainty had become a part of the creation like it is the central influence in quantum mechanics. The tragedy of the material world is inescapable, it does not recognise and misreads its appearance for powers that are inherent to it.
The photo editing tools opened up a world, parallel to themselves. The world of the image was a fingerprint of a law which contributed to its own impermanence. The background noise of colours and forms, long since disappeared into the fabric of space. The work was the result of the triumph against uncertainty. The search and time merged with the light which reveals them, on a two-dimensional surface where time doesn’t pass. The journey into the void was the journey into the uncertainty’s fictional world.
This is when the light and the material came into being, and the journey towards the primary pixel ended.
A conversation with Daníel Magnússon
Synopsis
“I tried to be open to the whole experience and was often guided by coincidences and failure. Underneath I kept hoping that the work would turn out as geometric abstractions, but maybe the images can show the development from hard-line to organic. At some point I felt I was close to creation itself, where the fictional world lies parallel with the laws of reality.
The work probably to some extent shows myself and the way I chose to go. The process demanded integrity which I sensed very clearly and was the only way. A journey into the light sphere, piercing the electronic gas veil, only the will and the fiction managed that. I accept that these five images are the finished project.”