Valheimur
Sögur hjálpa okkur að skilja. Í gegnum frásagnir getum við fært í orð það sem við skiljum ekki, sjáum ekki og botnum ekkert í. Sögur eru myndir. Samkomustaðir þvert á kynslóðir og tíma. Í frásögninni skerpast skilin milli raunveruleika og óraunveruleika og óhlutbundin fyrirbæri öðlast áþreifanleika. Við lærum að elska, fyrirgefa og skynja heiminn og okkur sjálf frá öðru sjónarhorni. Eignast og elta drauma. Í sögum erum við frjáls — frjáls til að velja og frjáls til að takast á við afleiðingarnar.
Valheimur leiðir saman tvo myndlistarmenn, Sigurð Ámundason og Matthías Rúnar Sigurðsson, sem báðir sækja innblástur í epískar frásagnarhefðir, furðuheima og goðsagnir. Verk þeirra segja sögur og tendra ímyndunaraflið. Ríkulegur myndheimurinn sprettur meðal annars upp úr kvikmyndum, vísindaskáldskap, gróteskum miðalda og endurreisnarmálverkum. Hvor á sinn hátt velta listamennirnir fram spurningum um ólgu lífsins, mannlega tilvist og andstæða krafta. Báðir vinna þeir í flæði, yfirleitt án fyrirmynda, og búa til atburðarásir þar sem hið yfirnáttúrulega og hið ógnarlega mætast.
Teikningar Sigurðar einkennast af óreiðu og ákafa. Hvert og eitt verk rúmar ótal andartök í einu bliki: Myndflöturinn er margbrotinn og sögusviðin eru fleiri en eitt. Fleiri en tvö og fleiri en þrjú. Allt virðist gerast í einu, eins og hraðspólað sé fram og aftur í tímann – aftur og aftur. Verkin sameina hrylling og angist, ofsafegurð og fallvelti mannsins í yfirdrifnu myndmáli. Persónur bráðna, brotna niður og flæða hver inn í aðra, farartæki þeysast um, eldar blossa og úfnar öldur ryðja sér leið innan um framúrstefnulegar byggingar, hetjur og túnfífla. Allt teiknað með litblýöntum og kúlupenna.
Átökin eru rólegri í höggmyndum Matthíasar, þótt miðillinn sé harðgerðari. Úr grágrýtinu lifna við samsettar furðuskepnur, hafmeyjar og tröll. Dýr með mannlega eiginleika, svipbrigði og persónueinkenni. Með hamri, meitli og slípirokk umbreytir hann grjótinu í mjúkan pels, líkamshluta og húðfellingar. Kynjaverur í hvíldarstöðu. Sumar virðast jafnvel geta hreyft sig úr stað en eitthvað heldur aftur af þeim. Innra með þeim bærist ró sem gerir það að verkum að hægt er að ímynda sér umhverfi þeirra, staðsetja þær innan mismunandi heima og gefa þeim fjölbreytt hlutverk. Á meðan kallar fljótandi myndheimur Sigurðar fram vangaveltur um athæfi og ákvarðanir, frelsi og hringrás.
Verkin á sýningunni skírskota í sígildar goðsögur um fórnina og ferðalagið: Gjörðir mannskepnunnar í þessum heimi sem henni hefur verið kastað inn í af óskiljanlegum ástæðum.
Sunna Ástþórsdóttir
Valheimur
Stories help us understand. Through narratives, we can express that which we do not understand, can’t see and can’t figure out. Stories are images. Meeting places across generations and time. In the story, boundaries between real and imaginary sharpen, and abstract phenomena becomes tangible. We learn to love, forgive and sense the world and ourselves from a different viewpoint. Chase and capture dreams. In stories, we are free – free to choose and free to deal with the consequences.
Valheimur brings together two artists, Sigurður Ámundason and Matthías Rúnar Sigurðsson, both of whom seek inspiration in epic storytelling traditions, fantasy worlds and myths. Their work tells a story and fires the imagination. The abundant imagery originates in movies, science fiction, grotesques from the middle ages and renaissance paintings, among other things. Each artist, in his own way raises questions about life’s turmoil, human existence and opposite forces. They both work in free flow, usually without any prefiguration, creating narratives where the supernatural and the fantastic meet.
Sigurður’s drawings are characteristically intense and chaotic. Each work contains innumerable moments in one: The picture plane is elaborate and includes more than one setting; more than two and more than three. Everything seems to be happening at the same time, as if we are fast-forwarding back and forth in time – repeatedly. The work combines horror and agony, extreme beauty and the mortality of man in exaggerated imagery. Characters melt, break and flow into one another, vehicles rush around, fires rage and rough seas push in among ultra-modern buildings, heroes and dandelions. Everything is drawn in colour pencils and ballpoint pen.
In Matthías´s sculptures, the conflict is not as hectic although the medium is much tougher. The dolerite is carved into strange combined beasts, mermaids and ogres. Animals with human elements, facial expressions and individual characteristics. Matthías uses a hammer, chisel and angle grinder to transform the rock into a soft pelt, body parts and dewlaps. Strange creatures at ease. Some of them even look like they could move but something holds them back. They appear calm and you can picture their surroundings, locate them within different worlds and attributing diverse roles to them. Meanwhile, Sigurður’s floating imagery raises questions about actions and decisions, freedom and circulation.
The works in the exhibition reference classic legends about sacrifice and journeys: The actions of mankind in this world which it has been thrown into for some incomprehensible reason.
Sunna Ástþórsdóttir