Hverfisgallerí
Hverfisgallerí
  • Artists
  • Exhibitions
  • Art Fairs
  • News
  • Mailing List
  • Contact
  • Editions
  • Steingrímur Eyfjörð

17.09.2022 - 29.10.2022
Wittgenstein? & Félag um lifandi þjóðtrú

Upplýsingar /
Introduction
Verkalisti /
List of works
Yfirlitsmyndir /
Installation views

Wittgenstein? & Félag um lifandi þjóðtrú

Steingrímur Eyfjörð myndlistarmaður á í list sinni í samræðu við samfélög þá og nú, lifandi og liðna, við sjálfan sig og við listaverkin sín. Hann talar við listaverkin í formi texta innan myndflatar þeirra á meðan hann skapar þau og beinir stundum spurningum til eða vísar í samtöl við vini sína í gegnum textahluta þeirra. Verkin tala á móti við hann og eru oft jafnvel sjálfsgagnrýnin og sjálfshæðin. Endurómur samræðnanna á sér svo gjarnan framhaldslíf í ógerðum verkum hins þekkingarþyrsta listamanns. Uppspretta þessa innra samtals er trú hans á ókönnuðum tengingarmöguleikum á milli margvíslegs framlags fólks, lærðs og leikins, til heimsþekkingarinnar.

Í þessum samræðum öllum leggur listamaðurinn sjálfur línurnar og heilmikla þekkingu til, sem hann safnar að sér á afar opinn máta, laus við allt stigveldi og línulega formfestu. Við þekkingarleit og skarplega úrvinnslu á flóknu orkukerfi hlutanna temur Steingrímur sér að hamfletta sig reglulega fiðruðum þunga fyrirframgefinna hugmynda, viðtekinna gilda og sinna eigin væntinga og annarra til sín. Hann einfaldlega lítur á blálitaðan hlut og gefur sér leyfi til að hugsa „blátt“, tengir svo hugsunina jafnvel yfir í Indigó indverskrar táknfræði eða bláma fjarlægðarinnar í arabískri ljóðagerð, svo blái hluturinn verður þriðja augað – tengingin, gyðjan Kali, Ljóðaljóðin, Parsifal og hið heilaga gral, hafið og þorskastríðið, Kabbojahattur og græna kakan, Grýla, Venus eða ósýnileg kind.

Í verkum Steingríms á sýningu hans Wittgenstein? & Félag um lifandi þjóðtrú koma fyrir textabrot og myndefni er vísa annarsvegar til íslenskrar þjóðtrúar og hinsvegar til skrifa heimspekingsins Ludwigs Wittgenstein, nánar tiltekið til rits hans, Bemerkungen über die Farben (Nokkur orð um liti), er hann ritaði ári fyrir andlát sitt, 1950. Í ritinu veltir Wittgenstein vöngum yfir tengslum sjónskynsins, lita, rökhugsunar og tungumálsins, þáttum er hann hafði skrifað um í gegnum allan sinn feril. Hann skoðar „gráa“ svæðið þar sem hugurinn tekur við af því sem augað nemur, af myndfleti eða í umhverfinu, þá liti er við teljum okkur skynja en eru í raun ekki til staðar og eru hugarsmíð okkar.

Í anda Wittgensteins spyr Steingrímur í eigin verki frá árinu 1978: „Er til litur sem er ekki til?“ og tengir slíkar spurningar þá og nú við það samkomulag mannkyns um að það sem er til sé um leið tilbúningur. Samkomulagið tengir hann einnig við hina lifandi þjóðtrú og andaheiminn sem við ekki sjáum og fáir upplifa teikn um. Verkið frá 1978 var þátttökuverk, þ.e. upplifun verksins átti sér stað með því að horfa og lýsa í orðum því sem skynjað væri þar til samræðan leiddi til samkomulags um lit sem ekki væri til.

Í tveimur ljósmyndum verka á sýningunni koma fyrir íslenski þjóðsagnasafnarinn Jón Árnason (1819-1888) og rússneski þjóðsagnafræðingurinn Vladimir Propp (1895-1970) en skilgreiningakerfi Propps og skrif um formgerð þjóðtrúar höfðu m.a. sterk áhrif á marga af helstu heimspekingum 20. aldarinnar.

Í verkum sýningarinnar, sem gerð eru á árunum 2021-22, á Steingrímur í samtali við Wittgenstein, listina sjálfa sem fyrirbæri og sjálfan sig um fjórðu víddina, skynjun lita og ímyndunaraflið sem hið sterka afl er mannkynið virkjar í auknum mæli með þróun myndrænnar tækni sl. alda.
Í litríkum verkunum koma fyrir nokkurskonar blindpunktar (e. blind spot) fyrir miðju, sem fulltrúar fyrir hina ósýnilegu liti og það sem verður ekki lýst með orðum og enginn sér á sama hátt.

Blindpunkturinn er hér upphafspunktur, miðja möguleikanna og tengipunktur hinna fjölmörgu þráða er spunnist hafa í gegnum aldirnar á sviði hins sjónræna, á sviði framtíðarmöguleika mannsins til að víkka út möguleika sína til skynjunar og aukins skilnings á því hvert ímyndunaraflið, með þekkingarbakgrunn forvera okkar sem bakhjarl, geti leitt okkur.

Birta Guðjónsdóttir

 

//

 

Wittgenstein? & The Association of Living Folklore

In his art, artist Steingrímur Eyfjörð is in constant dialogue with people, living and passed, with himself and with his own artworks. He speaks to his artworks in the form of text within the frame while creating them and sometimes directs questions to or refers to conversations with his friends through text. The works respond to him and are even self-critical and sometimes self-deprecating. The reverberations of these dialogues then often continue in the unfinished works of this inquisitive artist. The source of this internal conversation is his belief in the unexplored possibilities of creating connections between various contributions to the knowledge society.

In all these conversations, the artist himself sets the tone and contributes vast knowledge, which he has gathered in an exceptionally unbiased spirit, free from all hierarchy and linear formality. In his search for knowledge and with sharp processing of the epistemology of complex systems, Eyfjörð regularly sheds his skin, metamorphoses and leaves behind the weight of preconceived ideas, accepted values and his own expectations and those of others. He simply looks at a blue-coloured object and gives himself permission to think “blue”, then possibly connects the concept to the Indigo of Indian symbolism or the blue-hued distance in Arabic poetry, so that the blue object becomes the Third Eye – universal consciousness, the goddess Kali, The Song of Songs, Parsifal and the the Holy Grail, the Sea and the Cod War, cowboy hats and the green cake, the ogre Grýla, Venus or an invisible sheep.

In Eyfjörð’s works in his exhibition Wittgenstein? and The Association of Living Folklore, fragments of texts and images refer on one hand to Icelandic folklore and on the other to the writings of philosopher Ludwig Wittgenstein, more specifically to his work, Bemerkungen über die Farben (Remarks on Colour), which he wrote a year before his passing, in 1950. In the book, Wittgenstein reflects in a fragmented manner on the relationship between our ability to see, the concept of colour and luminosity, language and our capacity to imagine, aspects that he had addressed throughout his career. He examines the “grey” area within which the mind takes over from what the eye perceives, from an image or from our environment, the colours we consider ourselves to be perceiving but are in fact our mental constructs.

Along the lines of Wittgenstein, Eyfjörð asks, in his own work from 1978: “Is there a color that does not exist?” and connects such questions, past and present, to the common understanding of mankind that what exists can at the same time be a fabrication of our minds. This understanding brings him in relation to the living folklore and the spirit world that we might not see and only a few of us can sense. The work from 1978 was a participatory work, i.e. the experience of the work took place through looking and verbally describing that what one perceived until the dialogue between viewers led to a consensus on a color that does not exist.

In two photography-based works in the exhibition, we see portraits of Icelandic folklore collector Jón Árnason (1819-1888) and Russian folklorist Vladimir Propp (1895-1970). Árnason, the main folklore collector in Icelandic history, travelled around the island to record and collect folktales. Propp’s definition system and writings on the morphology of folklore had significant influence on many of the major philosophers of the 20th century.

In the works of the exhibition, made in 2021-22, Eyfjörð is in dialogue with Wittgenstein, with Art itself as a phenomenon and with himself, about the fourth dimension, the perception of colour and the imagination as a force increasingly activated by humans through the growing development of visual technology. In many of his colourful works, there is a blindspot in the middle, as representative of the invisible colours and that which cannot be verbally described, and which none of us perceive in the same way.

The blindspot is here the starting point, the center of possibilities and a connecting point of the many threads that have been spun through the centuries in the visual field, in the field of future possibilities of man to expand his perception and a greater understanding of where our imagination, informed by past knowledge, can lead us.

Birta Guðjónsdóttir