Landnám listamanna í sjónheimi verður ávallt mismunandi. Þannig breikka þeir það svæði sem byggilegt er fyrir hugann og víkka sjónsviðið.
Í verkum Áslaugar koma fram andstæður sem fólgnar eru í efnisvali og persónulegu handbragði listamannsins. Efniviður sýningarinnar, sem er gróf og iðnaðartengd efni eins og steypa, gólfdúkar, teppi, plastfilma og límbönd, fær nýtt gildi í samhengi listarinnar.
Sýningin Yfirborð hefur sterkar skírskotanir í mannlegt umhverfi og borgarlandslagið. Verkin bera með sér merki meðhöndlunar og endurspegla athugun listamannsins á umhverfi sínu og efninu sjálfu sem er gjarnan kveikjan að sköpunarverkinu. Hefðbundin viðfangsefni fagurfræðinnar eru fólgin í þessum efnisheimi sem er stór þáttur í myndsköpun Áslaugar. Líkt og steyptu steinarnir sem eitt sinn lágu eins og hráviði eftir niðurif mannvirkis sem Áslaug hefur sótt af byggingarsvæðum, skoðað þá frá öllum sjónarhornum og velt þeim fyrir sér, fundið þeim svo nýjan stað og tilgang. En steinsteypa er algengasta byggingarefni í heimi og gerð með mismunandi hætti svo hún svipar til bergs og mótar að miklu leyti borgarlandslagið. Steypuskúlptúrar Áslaugar hafa fengið leirfyllingu og breytt um lögun, en leirinn er mótaður í höndunum og ímyndunaraflið látið ráða, rétt eins og steypan er notuð til að móta flest öll þau mannvirki sem við byggjum.
Í veggverkum Áslaugar sjáum við hversdagslegt mynstur linoleum-dúka sem fyrirfinnst víða í mannlegu umhverfi. Þeir eru ýmist með granít- eða marmaraáferð og eru í raun náttúrueftirlíkingar líkt og steinsteypan. Í meðförum Áslaugar verða dúkarnir hluti af abstrakt veggverki í vandlega íhugaðri myndbyggingu áferða, lita og forma. Það sama gildir um miðjuverk sýningarinnar, en þar hefur Áslaug kafað undir yfirborð teppis í nær bókstaflegri merkingu. Reglulegt form sker sig inn í teppið og gæti minnt á ummál einhvers hlutar sem staðið hefur á teppinu um langa hríð og markað í það far. Formið grefur sig undir yfirborðið að striganum sem heldur þráðunum saman og endurspeglar sjónheim Áslaugar þar sem hún kannar mörkin á milli hins einstaka og einskisverða.
Áslaug Íris Katrín Friðjónsdóttir (f. 1981) útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2006 og lauk síðar mastersnámi frá School of Visual Arts í New York árið 2009. Áslaug hefur tekið þátt í samsýningum heima og erlendis og auk þess komið að fjölbreyttum verkefnum, en þetta er hennar fyrsta einkasýning.
Klara Þórhallsdóttir.
////
Occupation of the visual world varies between artists. That way they widen the area inhabitable for the mind and broaden the horizon.
Friðjónsdóttir’s works consist of contrasts between material and the personal technique of the artist. The rough and industrial material used in the exhibition, such as concrete, linoleum, carpet and plastic film are given a new function in the context of art.
The exhibition Surfaces has strong references to man made environments and cityscapes. They all bear signs of Friðjónsdóttir’s hand and reflect the artists observation of her environment and the material itself which often is the spark of the creation. Traditional subjects of aesthetics are composed of this material world and are important in her art practice. Like the fragments of concrete which once lay as waste after a demolition of a building that the artist gathered at a construction site, examined from all angles and speculated on, then found for them a new place and purpose. Concrete is the most frequent building material used in the world and it is made in different ways so it resembles rocks. It is also an important factor in the formation of cityscapes. Friðjónsdóttir’s concrete sculptures are filled and finished with clay giving them a new shape, but the clay is molded by hand with a personal imagination, just as was done with the concrete used to mold most of the buildings we live in.
In Friðjónsdóttirs’s wall pieces one can see the everyday patterns of linoleum flooring which is common in man made environments. They have either a granite or marble texture that are in fact imitations of nature not unlike the concrete. Controlled by Friðjónsdóttir the linoleum flooring becomes part of an abstract wall piece in a carefully considered visual structure of texture, color and form. The same applies to the centerpiece of the exhibition, but there Friðjónsdóttir has almost literally dived under the surface of a carpet. A regular shape cuts itself into the carpet and brings to mind an absent object which has stood there for a while and left a trace. The shape excavates itself under the surface to the canvas which holds the threads together and reflects on the artists visual world where she explores the border between the unique and the useless.
Áslaug Íris Katrín Friðjónsdóttir (b. 1981) obtained a BA degree in fine arts from the Iceland Academy of the Arts in 2006 and in 2009 she graduated from the School of Visual Arts in New York with a MFA. She has participated in numerous group exhibition in Iceland and abroad as well as been a part of several creative projects.
Klara Þórhallsdóttir, translated by Aldís Snorradóttir.